Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 75

Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 75
R O K K U R 169 legur vitfirringur“. Hann fékk hvít- ara og fínna brauð, og vín á sunnu- dögum. Og einmitt þennan dag var sunnudagur. Nú var ábótinn kom- inn til félaga síns til þess að bjóða honum brauð og vin. Dantés fór með honum í klefa hans. Hann virtist alveg búinn að jafna sig. En andlitssvipurinn var orðinn allur annar. Drættirnir í andliti hans voru eins og rákir í bergi. Það var bert, að hann hafði tekið ákvörðun, sem alt mundi um snúast fyrir honum að framkvæma. Faria leit á hann áhyggjufullur. „Eg iðrast þess nú, að eg skýrði fyrir þér málavöxtu," sagði hann. „Hvers vegna?“ spurði Dantés. „Vegna þess, að þú ert nú gagn- tekinn nýrri löngun, sem ekki leiðir til góðs, — hefndarþrá." Dantés brosti beisklega. „Við skulum tala um eitthvað ann- að,“ sagði hann. Ábótinn horfði á hann aftur. Því næst hristi hann höfuðið sorgbitinn á svip. En hann lét að ósk Dantés- ar og beindi viðræðunni í aðra átt. Ábótinn var einn þeirra manna, sem gott var við að ræða. Hann bafði mentast vel og margt reynt. Vildi vel og var hollráður. En það, sem mest var um vert: hann var óeigingjarn; hann leiddi aldrei huga annara að eigin raunum. Dantés hlustað með aðdáun á alt, sem hann sagði. Sumt af því, sem ábótinn sagði, skildi hann til fuils, t. d. alt það, sem hann sagði um sjóferðir. En um sumt, sem hann ræddi, var Dantés alls ófróður. En þannig ræddi ábótinn við hann, að þótt Dantés skildi hann ekki, þá var eigi að síð- ur eins og hann fengi skygnst inn 1 nýjan heim. Og er frá leið, fór bann að sjá meira og meira. Og Dantés hvatti hann líka til þess að kenna sér, „þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir, að þú yrð- ir leiður á mér,“ sagði hann. „Eg get vel skilið,“ bætti hann við, „að lærður maður eins og þú, kjós- ir helst einveruna, að minsta kosti að þú takir hana fram yfir samveru með jafn einföldum og fáfróðum manni og eg er. Ef þú nú felst á að kenna mér, þá skal eg aldrei framar minnast á að strjúka." Ábótinn brosti. „Mannlegri þekkingu eru í raun- inni jjröng takmörk sett, vinur minn. Og þegar eg hefi kent þér stærðfræði, eðlisfræði og sögu og nútímamál þau, sem eg kann, — þá veistu i rauninni eins mikið og eg sjálfur. Eg held, að á tveimur árum geti eg kent þér alt, sem eg kann — að mildu leyti.“ „Á aðeins tveimur árum! Geturðu imyndað þér, að eg geti lært svo mikið á tveim árum?“ „Að læra og fræðast er ekki hið sama. Grundvallaratriðin, undirstöð- una til þess að geta orðið eins fróð- ur og eg er, getur jjú lært á þessum tíma. Eftir þann tíma, ef þú hefðir bókakost, gætir þú af sjálfsdáðum fræðst, uns þú veist eins mikið — og meira en eg.“ Ábótinn stóð hugsi stundarkorn. „Það eru til lærðir menn, sem ekki eru vitmenn. Það eru til menn, sem geta lært setningar, en læra aldrei að skilja lífið. Lærdómur get- ur grundvallast á góðu minni að- eins. Heimspekin gerir menn vitra.“ „En er hægt að læra heimspeki?" „Heimspekin gerir iiK'innum kleift að öðlast nýjan skilning á heimin- um, menn verða vitrir fyrir það safn andlegrar auðlegðar, sem heim- spekin nær yfir. Heimspekin er ský-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.