Rökkur - 01.06.1931, Page 80

Rökkur - 01.06.1931, Page 80
174 ROKKUR meitilinn og tókst með erfiðismnn- um að opna munn hans og helti nokkrum dropum i háls hans, jafn- mörgum og ábótinn hafði fyrir lagt, og beið svo æstur og skelkaður á- rangursins. Heil klukkustund leið áður þess sæist nokkur merki, að líf myndi aftur færast í limu ábótans. Dantés fór að óttast, að hann hefði dregið of lengi að gefa honum dropana. Hann starði í angist á vin sinn og félaga, sem lá þarna líkastur liðnu iíki. En loks fór hægt og hægt að verða breyting á litarhætti ábótans. Hann fékk loks aftur meðvitund og hann gerði veika tilraun til þess að hreyfa sig. „Hann lifir, hann lifir,“ kallaði Dantés upp yfir sig glaður. Gamli maðurinn gat enn ekki mælt, en hann benti áhyggjufullur til dyranna. Og Dantés skildi þegar við hvað hann átti. Fótatak dyra- varðarins nálgaðist. Klukkan var að verða sjö. I ákefð sinni og eftir- væntingu hafði Dantés alveg gleymt hvað tímanum leið. Hann stökk létti- legá að opinu, lagfærði steininn, sem huldi opið, á eftir sér, og hrað- aði sér sem mest hann mátti til klefa síns. Og þegar fangavörðurinn kom þangað, sat hann á rúmi sínu að venju. Undir eins og fangavörð- urinn var farinn, hraðaði hann sér aftur á fund ábótans. Því svo á- hyggjufullur var hann um liðan vin- ar síns, að hann hreyfði ekki við matnum, sem fangavörðurinn hafði fært honum. Faria var nú lítið eitt farinn að hressast, en hann lá enn ósjálfbjarga á rúmi sínu. „Eg bjóst ekki við því, að fund- um okkar mundi bera saman aftur,“ sagði hann. „Og hvers vegna ekki?“ spurði Dantés undrandi. „Alt var tilbúið til þess að flýja- Eg hélt, að þú mundir gripa tæki- færið.“ Dantés varð rauður sem blóð i framan. Rit send Rðkkri. —o . Skinfaxi, XXI. árg. Skinfaxi, tímarit U. M. F. í., er nú komið á þriðja áratuginn, þvi að XXI. árgangurinn hófst með árinu 1930. Ritstjórn Skinfaxa hafa ýms- ir menn haft með höndum, sem áttu meiri eða minni þátt i þeim vin- sældum, sem Skinfaxi hefir átt að fagna meðal æskulýðsins í sveitun- um. Atkvæðamestur þessara manna var Jónas Jónsson, fyrverandi ráð- herra. í hans höndum varð Skin- faxi rit, sem menn lásu og urðu fyr- ir áhrifum af. Nú er ritstjórn Skin- faxa aftur í höndum ötuls manns, Aðalsteins Sigmundssonar kennara, og bendir allt til þess, að ritstjórn- inu muni fara honum vel úr hendi. Skinfaxi er nú stórt og fjölbreytt rit, vandað að öllum frágangi og prýtt ágætum myndum. Mest er að sjálfsögðu af greinum eftir ritstjór- ann, en ýmsir góðir menn hafa lagt hönd á plóginn með honum, m. a. Guðbjörn Guðmundsson, Ragnar Ásgeirsson, Sigurður Greipsson, Indriði Þorkelsson, Ingimar Jó- hannesson, Ríkarður Jónsson, Guð- mundur Einarsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Siinun av Skarði, Jóannes Pat- ursson, Jóhannes úr Kötlum, Jó-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.