Rökkur - 01.06.1931, Side 31
R 0 Iv Iv U R
125
stjórnarliðið hlaut 258 þingsæti,
en af stjórnarandstaéðingum fengu
jafnaðarmenn 80, þjóðernissinnar
64, Ukraineflokkurinn 21, Þjóð-
verjar 5, kristilegir demokratar 19,
Gyðingar 9 og kommúnistar 4
þingsæti. Hefir Pilsudski því
lireinan þingmeirihluta að baki sér.
Pilsudski ráðgerir að breyta
stjórnarskránni þannig, að meira
vald verði lagt í hendur forsetan-
um, m. ö. o. stefnt verður enn
meira í einræðisáttina en áður.
Gasgrímur.
Þegar Þjóðverjar fóru að nota
eitraðar gastegundir í heimsstyrj-
öldinni, urðu andstæðingar þeirra
að finna upp einhverja mótvörn.
Var brátt farið að framleiða gas-
grímur í stórum sííl handa mil-
jónaherjunum og voru þær ófull-
komnar í fyrstu, en voru bráðlega
endurbættar. Þannig var frá þeim
gengið, að sá, sem gasgrímu bar,
gat eigi notað talfæri sín á með-
an, og kom það sér oft illa, eins
og geta má nærri. Nú hefir hug-
vitssamur Bandaríkjamaður fund-
ið upp gasgrímu svo fullkomna, að
sá, sem notar hana, getur talað
eins fyrir því. Ameríska herstjórn-
iu hefir keypt einkaréttindi að
uppfundningunni. Auðvitað hefir
utbúnaði þessarar nýju tegundar
gasgrímu eigi verið lýst opinber-
lega.
Þingmannafjöldi Bandaríkjanna.
Þau eru lög í Bandaríkjum
Norður-Ameríku, að fjöldi þjóð-
þingsmanna er í vissu hlutfaili við
íbúatölu ríkjanna hvers umi sig
og eykst þingmannafjöldinn því
jafnóðum. Mannfjöldi í Bandarikj-
unum, samkvæmt síðustu mann-
talsskýrslum, er orðinn 122 milj.
og 94 þús. Þessi ríki fá fleiri þjóð-
þingsfulltrúa vegna fólksaukning-
ar : California 9, Michigan 4, Tex-
as 3, New York, New Jersey og
Ohio 2 hvert, Connecticut, Flor-
ida, North Carolina, Oklahoma og
Washington 1 hvert. Allmörg ríki
rnissa 1—2 fulltrúa. Sýnir það, að
fólksaukningin er mest í vestur-
og suður-ríkjunum. Fólksfjölgun-
iu hefir stöðvast í elstu ríkjunum,
að undanteknum stórborgunum.
500,000 manns
1 Bretlandi, segir Daily Mail, að
fái atvinnuleysisstyrki, þótt þeir
liafi ekki lagalegan rétt til þeirra.
Blaðið segir að í Newcastle hafi
17 menn kvænst, sem höfðu ekkert
að lifa á nema atvinnuleysisstyrki.
í Manchester, segir blaðið, neituðu
verkamenn í verksmiðju einni að
vinna næturvinnu, — vildu heldur
vera „atvinnulausir“ og láta ríkið
sjá fyrir sér. í Wembley gat verk-
smiðjueigandi nokkur ekki fengið
neina verkamenn, af því að verk-
smiðjan var mílu vegar frá bænum,