Rökkur - 01.06.1931, Side 65

Rökkur - 01.06.1931, Side 65
159 R Ö K K U R til óforsvaranlegra útgjalda- aukninga, þegar brýnustu nauSsyn bar til þess að gæta sein mest sparnaðar í ríkis- búskapnum. En vantrauststil- lagan var feld með 310:235 atkv. — Seinustu fregnir berma, að deilunni í baðmull- ariðnaðinum sé lokið, en þess er ekki að vænta, að verulega dragi úr atvinnuleysinu fyrr en kreppan er úti. En svo al- varlegt er atvinnuleysið í Bretandi, að jafnvel þegar venjulegir (normal) viðskifta- tímar eru aftur komnir, telur Llovd George, að eftir verði 1 miljón atvinnuleysingja, sem sjá verði fvrir atvinnu, en áhug'amál bæði frjálsljmdra og jafnaðarmanna er, að skapa þeim atvinnuskilyrði við jarðrækt, Iivort sem sam- komulag næst um leiðirnar eða ekki. Undir heppilegri lausn þessa máls, flestum öðr- um fremur, er framtíðin kom- in. í næsta hefti Rökkurs verður ítarleg og fróð- leg grein um æfintýraskáldið H. C. Andersen, prýdd 4 ntyndum. Greifinn frá Monte-Christo. Ef eg nokkru sinni kemst úr fang- elsinu og get fengið einhvern útgef- anda að þessu verki mínu, verð eg frægur maður.“ „Því trúi eg,“ sagði Dantés, „en leyfðu mér nú að sjá pennana, sem þú hefir notað við skriftina.“ „Sjáðu hérna,“ svaraði Faria og rétti honum beinskaft um sex þuml- unga langt. Var það mjög likt venju- legu skafti á litlum málningarkústi, en á enda skaftsins var knýtt fisk- beinspenna fínum, einum þeirra, sem Faria hafði sagt Dantési frá. Var penninn fíngerður og skorið i hann, eins og venjulegan fjaðra- penna. Dantés horfði í kringum sig og svipaðist eftir verkfærum þeirn, sem F'aria hafði notað við að smíða pcnnann. „A-ha, eg veit hvað þér er í hug,“ svaraði Faria. „Eg hjó mér til hníf úr gömhun járnstjaka, en pappírs- hnífurinn minn er meistarastykkið mitt. Eg bjó hann einnig til úr ganda kertastjakanum.“ Pappírshnífurinn var beittur vel, en hinn var þannig gerður, að nota mátti hann bæði semhnífogdaggarð. Dantés virti hluti þessa fyrir sér af eigi minni forvitni en hann hafði oft áður athugað hluti í búðarglugg- unum í Marseille, fáséða hluti, sem sjómenn höfðu flutt heim með sér frá villimannaeyjum í suðurhöfum. „Hvað blekið snertir," sagði Faria, „þá hefi eg þegar sagt þér hvernig eg bý það til jafnóðum og eg þarfn- ast ])ess.“

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.