Rökkur - 01.06.1931, Blaðsíða 76
170
R O K K U R
Feodor Sjaljapin,
heimsírægur rússneskur söngvari.
í sumar voru gerðar talmyndir, er
hann leikur í.
iö, sem Kristur steig á fæti sínum,
er hann steig upp til himna.“
„Á hverju ætlarðu að byrja að
kenna mér?“ suurði Dantés. „Eg vil
óður og uppvægur byrja. Eg þrái
að fræðast af þér.“
„Gott og vel,“ mælti ábótinn.
Þegar þetta sama kvöld lögðu þeir
félagar á ráð um hvernig haga
skyldi kenslunni og hóf Dantés nám-
ið daginn eftir. Hann var skarp-
minnugur og var eldfljótur að læra.
Hann var hneigður fyrir stærðfræði
og hann hafð haft nokkur kynni af
málum áður. ítölsku og mállýskur
ýmsar hafði hann lært i sjóferðum
sínum og var honuin að kunnáttu
þessari nokkur styrkur við mála-
námið, enda var svo komið, eftir
misseris nám, að hann var farinn
að skilja talsvert í spánversku,
ensku og þýsku. Dantés gleymdi
ekki því, sem hann hafði lofað ábót-
anum, að minnast ekki á flóttatil-
raunir. Ef til vill hugleiddi hann
ekki flótta nú, sumpart vegna þeirr-
ar ánægju, sem námið veitti hon-
um, eða þá hitt, að hann gætti þess
vandlega að ganga ekki á bak orða
sinna. Og þannig leið mánuður af
mánuði, og er ár var liðið var
Dantés. annar maður, ef svo mætti
að orði kveða. Hann var nú farinn
að gefa Faria ábóta nánar gætur.
Hann hafði veitt því eftirtekt, að
hann varð hryggari með hverjum
deginum sem leið. Það var engu lík-
ara en að einhver hugsun hefði náð
svo reginsterkum tökum á honum,
að hann gæti ekki um annað hugs-
að. Stundum var hann eins og i
leiðslu stundunum saman og þá
stundi hann oft og ósjálfrátt. Einn-
ig átti hann það til, á þessum
leiðslustundum, að rísa á fætur
skyndilega og æða fram og aftur
um klefagólfið með krosslagðar
hendur. Og dag nokkurn, er þannig
var ástatt, eins og nú hefir lýst ver-
ið, staðnæmdist hann alt í einu og
mælti:
„Ef að eins vörðurinn væri
ekki —“
„Eg skal sjá fyrir honum hvenær
sem er,“ sagði Dantés, sem var ekki
lengur í neinum vafa um, hvað ábót-
inn hafði verið að hugsa um.
„En eg hefi þegar sagt þér, að eg
vil ekki myrða eða eiga hlutdeild
í morði.“
„En ef til kæmi, þá væri það