Rökkur - 01.06.1931, Síða 39
ROKKUR
133
kvæma ósvífni i látbragði. Þetta
hlyti að enda illa, og' einn góð-
an veðurdag, þegar minst varði,
mundi nýtt óhappaverk verða
framið i þorpinu.
Bæjarstjórinn fekk í lið xneð
sér helstu mennina í nágrenn-
inu til þess að stilla til friðar
milli piltanna og revna að sætta
fjölskyldurnar. Og presturinn,
sem var vinsæll maðtir og
hniginn á efri ár, gekk á milli
heimilanna og ráðlagði þeim
að gleyma gömlunx mótgerð-
um.
í þrjátíu ár hafði hatrið á
milli Casporra -og Rabosa-ætt-
arinnar verið áhyggjuefni íbú-
anna i Camponar. í þessu bros-
andi smáþorpi, sem stóð á
bökkum árinnar rétt við borg-
arhliðið í Valencia og virtist
eins og einblína þangað með
kringlóttu gluggunum í topp-
mjóa klukkuturninum — þar
hötuðust þessir villimenn með
afríkanskri langrækni og sýndu
af sér sama ofstopann og beift-
ina og italskar höfðingjaættir
á miðöldunum. 1 fyrstu hafði
verið gott vinfengi milli þeirra.
Húsin þcirra stóðu sitt við
livora gö!u, en alidýragarðarn-
ir þeirra lágu saman og var lágt
þyrnigerði í milli. Svo var ]>að
eitt kveld út af ágreiningi með
vatnsveituna, að einn Casporra
skaut annan soninn hans Ra-
bosa gamla til bana úti á akrin-
um. En yngri bróðir hins myrta
vidli ekki láta ásannast, að í
fjölskyldu sinni væri enginn
karlmaður til að koma fram
hefndum, hann sat því um
morðingjann og tókst, að mán-
uði liðnum að senda honum
kúlu gegnum ennisbeinið milli
augnanna. Upp frá þvi lifðu
fjölskyldurnar fyrir það eitt að
uppræta livor aðra, hugsuðu
meira um að nota sér liverja
óvarkárni náungans en að yrkja
jörðina. Á miðri götunni send-
ust þær á byssuskotum, og jxað
var ekki sjaldgæft, þegar
dimma tók á kveldin og erfða-
óvinurinn var á leið heim af
akrinum, að skotglömpum brá
fyrir inst innan lir áveituskurð-
unum, að baki reyrgarða eða
hóla. Altaf öðru livoru [xurfti
að fara með einn Rabosa eða
Casporra til kirkjugarðsins
sundurtættan af blýkúlum. En
ekki sloknaði hefndarþorstinn,
heldur magnaðist hann þegar
nýja kvnslóðin komst á legg,
því að þao virtist svo á báðum
heimilunum, að börnin fæddust
með þeim ósköpum að vilja
handleika byssur og drepa ná-
grannana.
Eftir þrjátíu ára stríð, var
ckki annað fólk uppistandandi i
Casporrahúsinu en ekkja og
þrír unglingar, svnir hennar.