Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 84
R O K K U R
ur, en þó bregður fyrir í sumum þeirra birtu af nýjum degi, gle'ði her-
mannanna, kærlpikur þeirra til ástvinanna, þráin eftir heimilunum. Frið-
arþráin er sterkust. Sögur þær, er segja frá börnum, er urðu fyrir skelf-
ingum ófriðarins, eru harmlegastar, og Axel er lika lagið að setja þær
i þann búning, að tilfinningar lesandans komast við.
Eins og áður er sagt, gerast sögurnar allar á stríðsárunum, í Canada,
Bretlandi, Belgiu, Frakklandi og Þýzkalandi. Eru þær allar mjög eftir-
tektarverðar, og sýna þær okkur, er ekki vorum nálægir þeim hildarleik,
er þá var háður, að ekki hefir það verið eiginn vilji, er réði gerðum
hermannanna, heldur miskunnarlausar skipanir tilfinningalausra valds-
manna.
Allir hafa gott af að lesa þessar sögur Axels, og vonandi ná þær mikilli
útbreiðslu. — Þar er ekki áherzla lögð á sérkennilegan stíl eða málskrúð.
Umbúðirnar eru aukaatriði, efnið aðalatriðið: Athugun sálarlífs stríðs-
mannanna, ekki hermannanna cinna, heldur allra þeirra, sem stríða við
meinleg örlög, er óhagkvæmt þjóðskipulag hefir skapað.
Frásögnin er öll létt, lipur og alþýðleg.
(V. S. V., í „Alþýðublaðinu“).
Ummæli um Ljóðaþýðingar Stgr. Th.:
Heimilisblaðið mintist á fýrsta heftið og árnaði því þeirra fararheilla,
að hvert íslénzkt heimili mættí opnast fyrir svo góðum gesti.
Xú er annað heftið komið, óskar Heimilisblaðið þvi hinna sömu við-
tekna. Það hefir að sönnu fátt af hinum gömlu kunnu og kæru söngvís-
um að flytja, en í þess stað hefir það margt nýtt á boðstólum, margar
ljóðperlur eftir fræga höfunda: Shakespedre, Goethe, Byron, Burns,
SchiIIer, Petöfi, Tegnér o. f 1., eða þá grísk og latnesk skáld í fornöld:
Saffó, Horatius, og þýðingar úr hinum frægu þjóðsagnakvæðum, eftir
Ossian, sem var skáld Háskota í fyrndinni. Þessi Ossianskvæði voru
yndi allra skólamanna vorra á 19. öld og þýddu þeir margir fleiri eða
færri brot úr þeim. Þar er margt spaklega sagt, svo sem þetta:
Eru alsælir j þeir er ungir deyja,
fagrir, fullstyrkir ! í frægðarljóma.“
Þeirri hugsun bregður til orðtaksins: „Til frægðar skal konung hafa,
en eigi til langlífis.“
„Þú yngismey ert eins og blómið“ og „Lorelei“, eftir Heine, eru gamlir
og góðir kunningjar. Hafa skáld vor hvert af öðru spreytt sig á að þýða
þau (Ben. Gröndal, H. Hafstein o. fl.). Sama ér að segja með ástarvís-
una eftir grísku skáldkonuna Saffö, sbr.:
„Goða það líkast unun er j ándspænis sitja móti þér“.
(,,Heimilisblaðið“).