Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 56
150
R O K K U R
]>að búinn að afla scr sérþekk-
ingar um slík mál. — Nokkuru
áSur en heimsstyrjöldin skall á
var hann borgarstjóri í Buka-
rest. Árið 1916 varð hann her-
málaráðherra og síðar skot-
færaráðherra. Síðar var hann
fjármálaráðherra allra frjáls-
lyndu stjórnanna, sem myndað-
ar voru. Kom hann á miklum
endurhótum í landinu í þeirri
stöðu. Hann átti manna mestan
þátt i því, að peningamálin
komust í lag, kom því til leiðar,
að fjárlög voru afgreidd tekju-
hallalaus og endurskipulagði alt
fjármálakerfi ríkisins. Þegar
bróðir hans lést 1927 varð
Bratiano forsætisráðherra, en
var fjármálaráðherra áfram.
Kvaðst hann mundu fylgja
somu stefnu og bróðir hans
hafði gert. — Hann vildi fá
andstæðingana til þess að fall-
ast á þjóðernislega flokkasam-
steypu, en tókst það ekki. Ma-
niu, ieiðtogi þjóðernissinnaðra
bænda, hóf baráttu gegn stjórn-
inni. I janúar 1928 sagði Brati-
ano af sér fjármálaráðherra-
störfum, því hann gat ekki leng-
ur haft tvenn ráðherrastörf með
höndum, heilsu sinnar vegna.
Bratiano var mjög mótfallinn
því, að Carol væri leyfð heim-
koma, en það var bróðir Brati-
ano, sem neytt liafði Carol til
þess að sle]>pa tilkalli til kon-
ungstignar og hverfa úr landi.
Þegar svo skipaðist, að Carol
kom aftur til Rúmeníu og var
gerður að konungi, var þvi úti
um áhrif og völd Bratiano í bilL
En hefði honum enst heilsa og
aldur, hefði hann vafalaust átt
eftir að koma aftur við sögu
lands sins.
Kreppan.
M. Albert Thomas forstjóri al-
þj óðaverkamálaskrif stofunnar, er
þeirrar skoðunar, að nauðsyn beri
til að koma á fimrn vinnudaga viku
með öllum iðnaðarþjóðum eða sjö
stunda vinnudegi, ef bót eigi að
ráðast á kreppuvandræðunum. I
viðtali við blaðamann frá „Excel-
sior" gat hann ]>ess og, að hann liti
svo á, að orsakir kreppunnar lægi
í því meðfram, hve launagreiðslur
í samskonar iðngreinum eru mis-
jafnar í hinurn ýmsu löndum
heims. „Hver er orsök vinnustöðv-
unarinnar í vefnaðarverksmiðjun-
um í Lancashire? Hún er sú, að
indverskir og kínverskir vefarar
vinna fyrir svo lágu kaupi. að
breskir vefarar geta ekki kept við
þá. Ef vefurum í Austurlöndum
væri greitt sama kaup og vefurum
í Bretlandi, væri komið í veg fyrir
þessa hræðilegu samkepni. Þegar
fólk fær mjög lág laun er kaupgeta