Rökkur - 01.06.1931, Síða 44
138
R 0 Ií K U R
gæddur. Hann var kominn und-
ir áttrætt, hefði orðið 79 ára þ.
12. janúar, en læknar segja, að
hjarta lians hafi verið öflugt og
viljaþrekið óbilandi. I hartnær
tvo sólarhringa áður en hann
lést var hann meðvitundarlaus.
Joseph Jacques Césaire .Toffre
var fæddur 12. janúar 1852 í
Rivesaltes í Pyrenneafjöllum og
var beykissonur. Er sagt, að
langafi hans bafi lieitið Gouffre
og verið spánverskur stjórn-
málamaður, sem neyddist til að
flýja frá Spáni. Lengra verður
ætt Joffre, beykissonarins, sem
stöðvaði framrás Þjóðverja við
Marne 1914 — og hlaut mar-
skálksnafnbót að launum —
ekki rakin. Joseph átti tíu svst-
kini, en foreldrar lians og syst-
kini voru iðin og sparsöm, og
hann var því settur til menta,
enda kom snemma í Ijós, að
hann var gæddur góðum náms-
hæfileikum, sérstaklega var
hann snemma góður reiknings-
maður. Seytján ára var hann
tekinn í fjöllistaskólann i Paris
og var yngstur nemendanna. En
þegar styrjöldin braust út á
milli Prússa og Frakka, var
hann kallaður í herinn og tók
þátt i vörn Parisarborgar. Að
styrjöldinni lokinni hclt hann
áfram námi. Árið 1885 missti
hann konu sína og var honum
mikil eftirsjá í henni.. Gekk
hann þá i nýlenduherinn, en í
honum hafa flestir mestu her-
foringjar Frakklands fengið þá
þjálfun, sem varð þeim mest að
liði siðar. Eór snemma það orð
af Joffre, að hann væri maður
högull, fáskiftinn og hægfara,
en tryggur sem tröll og rólynd-
ur. Hann tók þátt í styrjöldinni
á Formosa og um þriggja ára
skeið var hann aðalverkfræð-
ingur setuliðsins í Hanoi í Aust-
ur-Indlandi. Árið 1888 var hann
kallaður til Frakklands og liafði
á hendi verkfræðileg störf fvrir
lierstjórnina og liækkaði smám
saman í tign. Árið 1892 var
hann sendur til Vestur-Afríku,
til að hafa vfirumsjón með
lagningu járnbrautarinnar frá
Kayes til Balulabe. Frakkar
voru þá að færa út kvíarnar á
þessum slóðum og var þá Joffre
tekinn frá járnbrautarlagning-
unni og sendur til aðstoðar Bon-
nier herdeildarforingja, sem átti
að kúga innfædda þjóðflokka
á þessum slóðum. Beið Bonnier
ósigur, en Joffre rétti við hlut
Frakka. Hlaut hann þá ný tign-
armerki. Árið 1896 fór har.n
enn til Frakklands og var nú
falið að koma skiplagi á land-
Varnir á Madagaskar. Voru
Frakkar þá að koma sér upp
flotastöð ])ar. Kyntist Joffre þar
Gallieni, sem einnig varð
heimsfrægur herforingi. Árið