Rökkur - 01.06.1931, Side 72
166
R O K K U R
„Nei, nei. Hann hefði aldrei reynt
;ið gera mér mein á þennan hátt.
Én eg hefði getað trúað honum til
að stinga mig með rýtingi."
„Sjálfsagt rétt athugað. Spánverjar
hika ekki við að vega mann, ef svo
ber undir. En huglausir eru þeir
ékki.“
„Þar að auki,“ sagði Dantés. „Flest
eða alt af því, sem gert er að um-
talsefni i bréfinu, var honum ókunn-
ugt um.‘‘
„Þú hafðir þá ekki gert þetta að
umtalsefni við neinn.“
„Ekki við nokkurn mann.“
„Ekki einu sinni við Mercédési?“
„Nei, ekki einu sinni við hana?“
,,[>á er það cnginn annar en Dan-
glars.“
„Eg er viss um það nú,“ sagði
Dantés.
„Bíðum við, — þekti Danglars
Fernand?“
„Nei, — jú, — nú minnist eg þess,
að —“
„Áfram, áfram,“ sagði ábótinn.
„Eg minnist þess nú, að eg sá þá
sitja í laufskálagarði Pére Pamphile
kvöldið áður en veislan fór fram.
Þeir voru mikið að stinga saman
nefjum. Danglars virtist glettinn á
svip, en Fernand var fölur sem nár
og æstur mjög.“
„Voru þeir einir?“
„Nei, þriðji maður var þar, mað-
ur, sem eg þekti vel, en sem eg
vissi ekki til að væri þeim kunn-
ugur. Maður þessi var klæðskeri að
iðn, Caderousse að nafni. Hann var
allmikið undir áhrifum víns. — Far-
ia! Faria!“
Ábótanum varð þegar tjóst, að
Dantés hafði minst einhvers, sem
honum hafði áður verið fallið úr
minni. Hann beið þess, að Dantés
jafnaði sig.
„Það er undarlegt,“ hélt Dantés
áfram í lágum rómi, en hann gat
vart dulið hve æstur hann var, „að
eg skuli aldrei hafa munað eftir því,
en það stendur mér nú svo ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum. Það var
pappír, blekbytta og pennaskaft á
borðinu. Ó, livilík fúlmenni!“
Dantés bar hönd að enni sér.
„Get eg orðið þér frekar til að-
stoðar í þessu?“ spurði ábótinn og
var sigurhreimur i röddinni.
„Já, já,“ sagði Dantés áfjáður. „Þú
ert fróður maður og reyndur og at-
hugull. Þér sést ekki yfir neitt, all-
ar gátur getur ]>ú ráðið. Hjálpaðu
mér til þess að grafast fyrir allan
sannleika i þessu máli. Segðu mér,
hvers vegna var eg ekki yfirheyrð-
ur aftur, þvi var eg ekki leiddur
fyrir rétt og því var eg settur í fang-
elsi, án þess að dómur væri feld-
ur í máli mínu?“
„Það er miklu flóknara fram úr
þessu að ráða,“ sagði ábótinn. „Veg-
ir réttvísinnar eru oft undarlegir.
Það er erfitt að þræða þá. Það, sem
við höfum nú fengist við, var barna-
leikur. F.f þú æskir aðstoðar minnar
til þess að komast að hinu sanna
í þessu máli, þá verðurðu að veita
mér sem allra nákvæmastar upplýs-
ingar i öllum einstökum atriðum.“
„Það mun eg gera glöðu geði.
Spurðu mig spjörunum úr, ábóti
góður, því sannarlega þekkir þú líf
mitt betur en eg sjálfur."
„Seg mér þá, hver yfirheyrði
þig?“
„Konungsfulltrúinn.“
„Var hann ungur eða gamall?“
„Eg gæti trúað, að hann hefði þá
verið tuttugu og sjö eða tuttpgu og
átta ára gamall.“
„Einmitt það,“ svaraði ábótinn,
„fráleitt farinn að spillast, en orð-