Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 59
R O K Iv U R
153
bresk nýlenda. Tilefnið var það,
að Frakkar stofnuðu félag í því
skyni að nema landið. lnnflutn-
ingar hófust nú í stórum stíl og
hafa Ný-Sjálendingar löngum
verið hollir móðurlandi sinu.
Sýndu þeir það áþreifanlegast í
Búastyrjöldinni og lieimsstyrj-
öldinni, er þeir sendu 100,000
manna her til vígvallanna í
Evrópu. Manntjón þeirra var
58,000 fallnir og særðir.
(Lausl. þýtt úr A. K. L.).
II.
Landskjálftarnir, sem komu
á noröureyju Nýja Sjálands þ.
3. febr., eru með mestu land-
skjálftum, sem komið hafa,
enda varð tjónið af þeim mjög
mikið. Fyrsti kippurinn kom
kl. 10.45 og var harðastur í
borginni Napier, en því næst rak
hver kippurinn annan með ör-
stuttu millibili í fullar tvær
stundir. Samkvæmt fyrstu sím-
fregnum var búist við, að 800
—1000 manns hefði beðið bana
og jafnvel enn fleiri meiðst, en
borgin Napier (íbúatala 18.000)
að kalla í rústum. En mikið tjón
varð einnig í ýmsum öðrum
borgum, brýr hrundu, vegir
sprungu, en sumstaðar urðu
skriðuhlaup, sem orsökuðu að
samgöngur teptust. Manntjón
°g eignatjón varð mest í Napi-
er, sem fyrr segir, um 500
manns biðu þar bana, en auk
þess, að fjöldi liúsa hrundi,
kviknaði í mörgum húsum, en
erfiðleikar miklir á að slökkva.
Vatnsleiðslur voru bilaðar og
allt í uppnámi í borginni. Menn
flýðu sem fætur toguðu út á
fjöruna utan við borgina, enda
enginn öruggur staður í borg-
inni sjálfri. Napier sjúkrahúsið
eyðilagðist og hjúkrunarkvenna-
heimili hrundi og biðu þar
nokkrar konur bana. Við höfn-
ina i Napier er fjöldi olíugeyma
og kviknaði í þeim, svo að segja
bverjum á fætur öðrum, en
menn stóðu varnarlausir gegn
útbreiðslu eldsins. Margar bygg-
ingar, sem höfðu skemst, voru
sprengdar upp, til þess að koma
í veg fyrir manntjón, ef þær
hrindi alveg í nýjum kippum.
í Hastings, 20 mílum vestar en
Napier, biðu 100 manns bana.
Þar biðu fimm konur bana, sem
áttu heima undir súð, hrundi
þakið ofan á þær, og varð það
þeim að bana. Hastings og Na-
pier höfðu ekkert járnbrautar-
samband við aðrar borgir þ, 3.
febr., en skipshöfnin á herskip-
inu „Veronica“, sem strandaði,
er landskjálftinn kom, tólc að
sér lögreglueftirlit í borginni.
Allar konur og biirn, sem livergi
áttu Iiöfði sínu að halla, voru
flutt út á herskipið. Hjálpar-