Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 59

Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 59
R O K Iv U R 153 bresk nýlenda. Tilefnið var það, að Frakkar stofnuðu félag í því skyni að nema landið. lnnflutn- ingar hófust nú í stórum stíl og hafa Ný-Sjálendingar löngum verið hollir móðurlandi sinu. Sýndu þeir það áþreifanlegast í Búastyrjöldinni og lieimsstyrj- öldinni, er þeir sendu 100,000 manna her til vígvallanna í Evrópu. Manntjón þeirra var 58,000 fallnir og særðir. (Lausl. þýtt úr A. K. L.). II. Landskjálftarnir, sem komu á noröureyju Nýja Sjálands þ. 3. febr., eru með mestu land- skjálftum, sem komið hafa, enda varð tjónið af þeim mjög mikið. Fyrsti kippurinn kom kl. 10.45 og var harðastur í borginni Napier, en því næst rak hver kippurinn annan með ör- stuttu millibili í fullar tvær stundir. Samkvæmt fyrstu sím- fregnum var búist við, að 800 —1000 manns hefði beðið bana og jafnvel enn fleiri meiðst, en borgin Napier (íbúatala 18.000) að kalla í rústum. En mikið tjón varð einnig í ýmsum öðrum borgum, brýr hrundu, vegir sprungu, en sumstaðar urðu skriðuhlaup, sem orsökuðu að samgöngur teptust. Manntjón °g eignatjón varð mest í Napi- er, sem fyrr segir, um 500 manns biðu þar bana, en auk þess, að fjöldi liúsa hrundi, kviknaði í mörgum húsum, en erfiðleikar miklir á að slökkva. Vatnsleiðslur voru bilaðar og allt í uppnámi í borginni. Menn flýðu sem fætur toguðu út á fjöruna utan við borgina, enda enginn öruggur staður í borg- inni sjálfri. Napier sjúkrahúsið eyðilagðist og hjúkrunarkvenna- heimili hrundi og biðu þar nokkrar konur bana. Við höfn- ina i Napier er fjöldi olíugeyma og kviknaði í þeim, svo að segja bverjum á fætur öðrum, en menn stóðu varnarlausir gegn útbreiðslu eldsins. Margar bygg- ingar, sem höfðu skemst, voru sprengdar upp, til þess að koma í veg fyrir manntjón, ef þær hrindi alveg í nýjum kippum. í Hastings, 20 mílum vestar en Napier, biðu 100 manns bana. Þar biðu fimm konur bana, sem áttu heima undir súð, hrundi þakið ofan á þær, og varð það þeim að bana. Hastings og Na- pier höfðu ekkert járnbrautar- samband við aðrar borgir þ, 3. febr., en skipshöfnin á herskip- inu „Veronica“, sem strandaði, er landskjálftinn kom, tólc að sér lögreglueftirlit í borginni. Allar konur og biirn, sem livergi áttu Iiöfði sínu að halla, voru flutt út á herskipið. Hjálpar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.