Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 12
106
R O K K U R
George. Þeir halda allir velli énn,
hvað sem seinna verður. Þegar
gamla árið kvaddi, voru horfurn-
ar i sannleika verri en nokkru
sinni: VinnustöSvun í kolaiðnað-
inum og baðmullariSnaöinum yfir-
vofandi. Og með nýbyrjaða árinu
hófst kolaverkfall í South-Wales
og vinnustöðvun í baðmullariðn-
aðinum, sem getur orðið svo yfir-
gripsmikil, að hálf miljón karla
og kvenna missi atvinnuna um
lengri eða skemri tíma.
Spánn árið sem leið.
Árið sem leið var ókyrð á Spáni
í stjórnmálalífinu, sem leiddi af
sér ýmsa erfiðleika, ekki síst við-
skifta og fjárhagslegs eðlis, alt
hefir verið í óvissu um framtíðina
og sú óvissa hefir ekki verið upp
rætt enn, svo ástandið hefir lítið
batnað, þótt horfurnar geti talist
nokkru betri, a. m. k. ef þingkosn-
iugar, sem fyrirhugaðar eru, fara
friðsamlega fram, og þær vonir
rætast, sem menn gera sér um
hina nýju þingræöisstjórn, sem
væntanlega kemst á laggirnar í
vor.
í janúar s.l. lauk einræðisstjórn-
artímabili Primo de Rivera, mark-
greifa af Estella, en hann hafði
þá verið einræðisherra frá 1923.
Við stjórnartaumunum tók hers-
höfðingi að nafni Damoso Ber-
enguer y Fuste, greifi af Xauen.
Stjórn hans hefir átt við ýmsa erf-
iðleika að stríða á undanförnum
mánuðum. Hin nýja stjórn hefir
ekki reynst eins harðhent og Ri-
vera-stjórnin. Blaðaskoðun var af-
numin og varð afleiðingin auðvit-
að þegar sú, að fjöldi blaða helti
nú úr skálum reiðinnar yfir ein-
ræðisstjórnina. Lýðveldissinnar
fóru aftur að hafa sig mjög í
frammi. Verkföll voru tíð og
óeiröir af völdum stúdenta. Stjórn-
in gerði nú tilraun til þess að
hætta allri óþarfri eyöslu á ríkis-
fé, og tilraun var gerð til þess að
draga svo úr útgjöldum ríkisins,
að þau færi færi eigi fram úr tekj-
unum. Pesetinn hrapaði þó svo
síðla sumars, að eigi voru dæmi
til slíks áður, en frá því í október
var eigi um frekara gengishrap að
ræða.
Óeirðir voru að kalla mátti við
og við í flestum landshlutum ein-
hverntíma árs. Þótt óeirðir þessar
væri býsna alvarlegar á sumum
stöðum, er ekki talið, að konungs-
veldið hafi verið hætt komið. All-
margir menn biðu bana í óeirðum
í sambandi við verkfallsdeilur
og í stúdenta-óeirðum nokkrir
menn. Stúdenta-óeirðirnar leiddu
til þess, að háskólanum í Madrid
og fleiri háskólum var lokað um
txma.
Mesta verkfallið var háð í Se-