Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 10

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 10
8 ið undan landi, þá lægði vindinn og gerði blæjalogn; það glampaði á sjávarflötinn og stjörnur himinsins blikuðu í heiði og var þá mikið um dýrðir í ríkisfólks káetunni. Loksins var því óskað, að aftur færi að kula og rynni á blásandi byr, en það vildi ekki verða og blési eitthvað þá var það jafnan á móti. Þannig var svo vikum skifti, já, í fulla tvo mánuði. Þá kom fyrst hagstæður vindur af útsuðri. Var skipið þá komið miðsvegar milli Skotlands og Jótlands og fór þá að hvessa, eins og segir í vísunni gömlu um „Konungssoninn frá Englandi": „Þá syrti í lofti og hvesti um haf, Ei hlé né skjól var landi af Svo varpa gerðu þeir akkeri í unn Og akkerisfleinninn hreif við grunn“. En vestan bar þá byrinn og beint inn að Danmörk. Það er nú langt síðan. Kristján konungur sjöundi sat að ríkjum og var þá ungur að aldri. Margt og mikið hefir borið við síðan það var, mikil umskifti hafa orðið og miklar breytingar; stöðuvötn og mýrar eru orðnar að gróðursælu engi, heiðin að ræktuðu landi og í skjóli við hús Vestur-Jótlands vaxa eplatré og rósir, en það verður að leita þau upp, því þau skríða í hlé fyrir hinum nöpru vestannæðingum. Þegar maður er þar staddur verður manni að láta hugann hvarfla aftur í tímann og það lengra en til stjórnartíðar Kristjáns sjöunda. Enn í dag er á Jótlandi eins og þá, að móbrún heiðin þenur sig svo mílum skiftir með fornmannahaugum sínum, tíbránni, sem oft leik- ur þar yfir, og djúpsendnum, hnúskóttum krákustígsgötum; lengra vestur á bóginn, þar sem árrensli mikil falla í fjörðuna, liggja breið engi og mýraflákar, út að háum sandhæðum, sem lykja fyrir; gnæfa þær út við hafið eins og dálítil samfeld Alparöð, nema hvað háar leirbrekkur eru á milli, sem sjórinn óseðjandi etur úr munn- bita, svo að hæðir og hæðabrúnir hrapa og hrynja eins og í land- skjálftum. Svona er þar útlits enn í dag, og svona var það fyrir þeim fjölmörgu árum, þegar velsældar ríkishjónin í skrautskipinu voru á siglingu um sjóinn þar fyrir utan. Þetta var á sunnudegi seinast í september og var sólskinsveður; klukknahringingin ómaði meðfram öllum Nissumfirði. Kirkjurnar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.