Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 12

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 12
10 fötunum, flýttu þau sér því næst að komast yfir sandhæðirnar, sem voru tilsýndar eins og risavaxnar sandbylgjur og var því líkast, að þær hefðu stöðvast skyndilega á rás sinni og ekki komist lengra. Sandurinn var hvítleitur en sandreyrinn og hinir hvössu toppar melgrassins gerðu samt nokkra litbreytingu, því það skar af við hvítan sandinn. Einhverjir nágrannar bættust nú skyndilega við og hjálpuðust þau nú öll að því að setja bátana hærra upp á sandinn; veður tók að hvessa og vindurinn var sárkaldur, og þegar þau gengu heimleiðis yfir sandhæðirnar, þá stóð sandrokið blandið hrufóttum smásteinum beint í andlitið á þeim. öldurnar skautuðu hvítu, en stormurinn kipti af þeim skautinu og þeysti langar leiðir í freyðandi strokum. Nú var komið kvöld og heyrðist sívaxandi vindhljóð, það ýldi og þaut; og það var eins og í loftinu væru örvæntingarfullir andar og fyltu það með kveini, og lét það enda hærra í eyrum en brimgnýr- inn, þó að fiskimannshúsið stæði svo nálægt sjónum. Sandhríðin buldi á gluggarúðunum og stundum rak á ringi eins og húsið ætlaði um koll að keyra. Æði dimt var yfir, en í vændum, að tungl kæmi upp um miðnætti. Það birti til í lofti, en voðastormur geysaði yfir sjóinn djúpa og dimma. Fiskimennirnir voru háttaðir fyrir löngu, en ekki var við- lit að geta sofnað dúr í því óskapaveðri; þá var barið á glugga og er lokið var upp dyrum heyrðist sagt fyrir utan: „Stórt skip er strandað og situr fast á ysta rifinu!“ Óðara og í einu hendingskasti voru fiskimenn þotnir upp úr rúm- um sinum og alklæddir. Tunglið var komið í ljós og fullbjart til að sjá frá sér, ef nokkur kostur hefði verið að hafa augun opin, en það var lítt mögulegt vegna sandroksins, hvassviðrið var svo mikið, að ekki var stætt og var með naumindum, að menn gæti skotist milli bylja yfir sand- hæðirnar og flaug þar eins og fiður væri sölt froðan og löðrið úr brimboðunum, sem veltust beljandi inn að ströndinni. Það þurfti þaulvön augu til að geta fundið á augabragði skipið þar úti fyrir; það var afbragðs fallegt skip tvímastrað; núna einmitt lyftist það yfir rifið svo sem fjögur hundruð faðma frá vanalegu fjörumáli; það var að reka inn að landi og steytti nú á næsta rifi og stóð þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.