Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 19
17
Gamli maðurinn, sem ók vagninum, kunni líka frá því að segja,
að í tíð föður hans sæla, hefðu hestarnir orðið marga hildi að heyja
við varga þessa, sem nú væru upprættir, og einu sinni hefði það
verið, er hann kom út hingað snemma morguns, að þá stóð einn
af hestunum og tróð undir sér úlf, sem hann hafði drepið, en hold
alt var nagað af fótum hestsins.
Vel sóttist þeim leiðin yfir hnökrótta heiðina og djúpan sand-
inn, og helst til fljótt, að þeim fanst. Þau stöðvuðu við sorgarhúsið
og var fult af ókunnugum úti og inni, og stóð þar vagn við vagn;
hross og naut voru þar að bíta, en graslendið var magurt. Að baka
til við bóndagarðinn gnæfðu stórir sandhólar í mikilli víðáttu eins
og heima hjá honum út við Vesturhafið; hvernig gátu þeir verið
komnir þangað, svo sem þrem mílum svaraði, upp í land, og það
alt að einu háir og mikilfenglegir eins og hinir á sjávarströndinni.
Það stóð svo á því, að vindurinn hafði lyft þeim og flutt þá úr stað;
þeir áttu líka sína sögu.
Sálmar voru sungnir og sömuleiðis úthelt tárum, og voru það
einhver gömul hjón, sem grétu, að öðru leyti fanst Jörgen það ein-
staklega ánægjulegt; kappnóg var af mat og drykk og bráðfeitur
áll á borði; með honum hlýðir að taka sér brennivínsstaup. Það
er til þess að kæfa álinn, eftir kenningu álabóndans, enda var það
líka óspart gert.
Jörgen var á sífeldum erli, bæði úti og inni, og á þriðja degi
fanst honum sem hann væri farinn að kunna svo vel við sig, og
það engu síður en í fiskimannshúsinu og í Sandhólabygðinni, þar
sem hann hafði lifað umliðin æfiárin. Hérna á heiðinni var gæða-
rneira. Það var nú ekki munur; hér var alt þakið í lyngblómum og
krökt af krækiberjum og bláberjum, stórum og sætum, sem uxu
í stórflekkjum. Það mátti merja þau út með fætinum, svo að lyngið
flaut í rauðum leginum.
Hérna var einn fornmannahaugurinn og þarna var annar. Reykj-
arstólpar hófust upp í loftið og var sagt, að það væri heiðarbruni;
það var fögur sjón og lýsti langt fram eftir kvöldinu. Nú kom
fjórði dagurinn og var þá erfiveislan á enda. Þau áttu að fara
heim frá land-sandhólunum til strand-sandhólanna:
„Okkar sandhólar eru þó hinir réttu“, sagði fóstrinn, „þessir
hérna eru einskis megnandi".
2