Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 21

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 21
19 sér hér og aðrir tróðu sér þar. Það var eins og heill hringiðu- straumur af borgarfólki og bændum, munkum og dátum, eilíft org og garg, eilíft hringl af bjöllum á ösnum og múlösnum og kirkju- klukkurnar hringdu þeim til samlætis; þar ómaði og hljómaði sönglist saman við hávaða af hamragangi og barsmíð, því allir, sem iðnað ráku, höfðu verkstæði sín í húsdyrum eða úti á götu- stéttum, og í tilbót var steikjandi sólarhiti og loftið molluþungt; það var eins og maður væri kominn inn í bakaraofn fullan af tor- dýflum, aldinborrum, býjum og flugum, svo mikil var suðan fyrir eyrunum. Jörgen vissi hvorki hvar hann gekk eða hvar hann stóð. Þá sá hann höfuðdyr dómkirkjunnar beint fram undan sér og geislaði birtan af ljósunum fram úr hálfdimmum hvelfingunum og streymdi út sætur reykelsisilmur. Enda ræfilslegustu betlarar áræddu að ganga upp tröppurnar og fara þar inn, og hásetinn, sem Jörgen fylgdist með, lagði leið sína gegnum kirkjuna og Jörgen kom í sjálfan helgidóminn. Ljómuðu þar litfagrar myndir, málaðar á gullnum grunni. Guðsmóðirin með barnið Jesú stóð á altarinu, innan um blóm og ljós; messuklæddir prestar sungu og fríðir kór- sveinar veifuðu silfur-reykelsiskerum. Það var dýrð og viðhöfn, sem vert var á að horfa; unaðurinn streymdi um sál Jörgens og gagntók hann allan; kirkja og átrúnaður foreldra hans umvöfðu hann þarna og slógu á fólgna strengi í sál hans, svo að tárin komu fram í augu honum. Or kirkjunni gengu þeir út á torgið og var Jörgen fengið þar töluvert að bera af matvælum og ýmsu til matgerðar. Vegurinn var alls ekki stuttur og þreyttist Jörgen að bera, svo að hann hvíldi sig fyrir utan hús nokkurt mikið og skrautlegt með marm- arasúlum, standmyndum og breiðum tröppum upp að ganga; þar hallaði hann byrði sinni upp að múrveggnum, en þá kom óðara gullborðaskreyttur dyravörður, reiddi að honum silfurbúinn staf og rak hann burt — sjálfan dóttursoninn þeirra, sem þar áttu hús- um að ráða — en um það vissi enginn þar, og sjálfur hann síst allra. Og svo kom hann út á skipið, varð þar fyrir harðhnjaski og ill- yrðum, fékk mikið erfiði og lítinn svefn; það á að vera svo holt að þola ilt í æskunni — svo segja þeir — en það er þá svo best, að ellin verði bærileg. Hann hafði útendað tíma þann, er hann var til ráðinn; skipið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.