Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 32
30
um sandinum, en máfar, kríur og villiálftir láta svo til sín heyra,
að maður getur fengið hellu fyrir eyrun. Svo sem mílu vegar í út-
suður frá ,,Greininni“ liggur Hæðin eða Gamli Skagi, þar sem
Brönne kaupmaður átti heima. Þar átti Jörgen nú að vera. Iveru-
húsið var bikað; útihús lítil og bátur á hvolfi hafður fyrir þak á
hverju þeirra; svínastía var rekin saman úr rekaviðar fjalastúfum.
Girðing var engin, því ekkert var til að girða, en á strengjum,
hverjum upp af öðrum, hékk hnakkflattur fiskur til herðingar.
Botnuð síld lá unnvörpum á ströndinni, því varla var nótin í sjó
komin fyr en síldin var hrönnum saman á land dregin. Það var of
mikið af henni, sumu var fleygt í sjóinn aftur, eða látið liggja og
grotna niður.
Konan og dóttirin og hjúin öll á heimilinu komu fagnandi móti
Brönne kaupmanni; hann kom heim, hvað þau heilsuðust öll inni-
lega, tókust í hendur, kölluðu hátt og töluðu margt, og hvað hún
var yfirtaks lagleg og góðleg dóttir hjónanna og fríð til augnanna.
Inni í húsinu var viðkunnanlegt og rausnarlegt. Föt með fiski
voru á borð borin, koli slíkur sem enda konungur mundi kalla
viðhafnarrétt, þar með vín úr víngarði Skagans, hafinu stóra, vínið
veltur þar á land, bæði á tunnum og flöskum.
Þegar þær mæðgurnar heyrðu hver Jörgen var og hvað hann
hafði orðið að þola, þá rendu þær enn blíðlegri augum til hans —
dóttirin samt einkum. Hún hét Klara og var Ijómandi fríð. Og
Jörgen var kominn á indælasta heimili á Gamla Skaganum, og það
var gott fyrir hjarta hans, sem mikið hafði reynt og þolað, einnig
ástarinnar bitra sjó, sem herðir hjartað eða gerir það gljúpara
eftir því sem verða kann, og hjarta Jörgens var enn svo gljúpt,
það var svo ungt, og enn var í því autt rúm. Það var því heppilegt
mjög, að ungfrú Klara átti að þremur vikum liðnum að fara með
skipi því, er gekk til Kristjánssands í Noregi og var þar í kynnis-
vist hjá móðursystur sinni allan veturinn.
Sunnudaginn áður þau færi, fóru þau öll í kirkju og voru til alt-
aris. Kirkjan var stór og skrautleg og höfðu Skotar og Hollend-
ingar bygt hana fyrir nokkrum hundruðum ára, góðan spotta það-
an er bærinn stóð, í það mund og þessi saga gerðist. Nokkuð var
hún orðin hrörleg og kirkjuvegurinn upp og ofan í djúpum sand-
inum var mjög erfiður, en það lögðu menn gjarnan á sig til að