Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 32

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 32
30 um sandinum, en máfar, kríur og villiálftir láta svo til sín heyra, að maður getur fengið hellu fyrir eyrun. Svo sem mílu vegar í út- suður frá ,,Greininni“ liggur Hæðin eða Gamli Skagi, þar sem Brönne kaupmaður átti heima. Þar átti Jörgen nú að vera. Iveru- húsið var bikað; útihús lítil og bátur á hvolfi hafður fyrir þak á hverju þeirra; svínastía var rekin saman úr rekaviðar fjalastúfum. Girðing var engin, því ekkert var til að girða, en á strengjum, hverjum upp af öðrum, hékk hnakkflattur fiskur til herðingar. Botnuð síld lá unnvörpum á ströndinni, því varla var nótin í sjó komin fyr en síldin var hrönnum saman á land dregin. Það var of mikið af henni, sumu var fleygt í sjóinn aftur, eða látið liggja og grotna niður. Konan og dóttirin og hjúin öll á heimilinu komu fagnandi móti Brönne kaupmanni; hann kom heim, hvað þau heilsuðust öll inni- lega, tókust í hendur, kölluðu hátt og töluðu margt, og hvað hún var yfirtaks lagleg og góðleg dóttir hjónanna og fríð til augnanna. Inni í húsinu var viðkunnanlegt og rausnarlegt. Föt með fiski voru á borð borin, koli slíkur sem enda konungur mundi kalla viðhafnarrétt, þar með vín úr víngarði Skagans, hafinu stóra, vínið veltur þar á land, bæði á tunnum og flöskum. Þegar þær mæðgurnar heyrðu hver Jörgen var og hvað hann hafði orðið að þola, þá rendu þær enn blíðlegri augum til hans — dóttirin samt einkum. Hún hét Klara og var Ijómandi fríð. Og Jörgen var kominn á indælasta heimili á Gamla Skaganum, og það var gott fyrir hjarta hans, sem mikið hafði reynt og þolað, einnig ástarinnar bitra sjó, sem herðir hjartað eða gerir það gljúpara eftir því sem verða kann, og hjarta Jörgens var enn svo gljúpt, það var svo ungt, og enn var í því autt rúm. Það var því heppilegt mjög, að ungfrú Klara átti að þremur vikum liðnum að fara með skipi því, er gekk til Kristjánssands í Noregi og var þar í kynnis- vist hjá móðursystur sinni allan veturinn. Sunnudaginn áður þau færi, fóru þau öll í kirkju og voru til alt- aris. Kirkjan var stór og skrautleg og höfðu Skotar og Hollend- ingar bygt hana fyrir nokkrum hundruðum ára, góðan spotta það- an er bærinn stóð, í það mund og þessi saga gerðist. Nokkuð var hún orðin hrörleg og kirkjuvegurinn upp og ofan í djúpum sand- inum var mjög erfiður, en það lögðu menn gjarnan á sig til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.