Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 33

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 33
31 komast í guðs hús, syngja sálma og hlýða á prédikun. Sandurinn hafði hlaðist að svo mikill, að hann náði upp á múrinn kringum kirkjugarðinn, en grafirnar fyrir innan hafði mönnum þó alt til þessa tekist að verja fyrir sandfokinu. Það var stærsta kirkjan fyrir norðan Limafjörð. María móðir með gullkórónuna á höfði og barnið Jesú á handleggnum, var mynduð á altaristöflunni sem ljóslifandi væri; í kórnum voru út- höggin líkneski postulanna, en efst á veggnum héngu andlitsmyndir af hinum gömlu bæjarráðsmönnum með fangamörkum þeirra. Pré- dikunarstóllinn var haglega út skorinn. Sólin skein svo glatt og lífgandi inn í kirkjuna, á messingarljóskrónuna og litla skipið, sem hékk niður úr loftinu. Jörgen var sem ofurliði borinn af heilagri barnshreinni tilfinn- ingu, eins og fyrrum, er hann sem lítill drengur stóð í skrautlegu kirkjunni á Spáni, en hér var munurinn, að hann fann með sjálfum sér, að hann heyrði söfnuðinum til. Eftir prédikun var altarisganga og neytti hann ásamt öðrum brauðsins og vínsins og vildi svo til, að hann kraup á grátunum við hliðina á ungfrú Klöru, en svo fast hafði hann hugann á guði og hinni helgu athöfn, að ekki veitti hann því eftirtekt, hver hjá hon- um hafði kropið, fyr en þau stóðu upp. Sá hann þá, að fögur tárin hrundu niður eftir kinnum hennar. Tveimur dögum síðar sigldi hún til Noregs, en Jörgen var eftir á heimilinu og gekk að vinnu og var gagnsemdarmaður. Hann stundaði fiskveiðar og var þá meira fyrir af fiski en nú á dögum; það glampaði á makríltorfurnar í náttmyrkrinu svo sjá mátti hvar þær fóru; urrarinn urraði og kolkrabbinn ýldi aumkunarlega, þeg- ar hann var eltur; fiskarnir eru ekki eins dumbir og sagt er. Jörgen var miklu dumbari yfir því, sem hann geymdi innanbrjósts. Á hverjum sunnudegi, er hann sat í kirkju, og augu hans festust ósjálfrátt á mynd Maríu móður á altaristöflunni. Þá varð þeim líka að dvelja dálítið á staðnum þar sem ungfrú Klara hafði kropið við hlið hans og þá hugsaði hann um hvað innilega góð hún hafði verið honum. Haustið kom með slydduveðri og krapahríðum og stóð vatns- elgurinn með sJabbi og bleytu á bæjarlóð Skagans. Sandurinn gat ekki tekið við öllu því vatni; menn urðu að vaða, ef ekki var farið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.