Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 33
31
komast í guðs hús, syngja sálma og hlýða á prédikun. Sandurinn
hafði hlaðist að svo mikill, að hann náði upp á múrinn kringum
kirkjugarðinn, en grafirnar fyrir innan hafði mönnum þó alt til
þessa tekist að verja fyrir sandfokinu.
Það var stærsta kirkjan fyrir norðan Limafjörð. María móðir
með gullkórónuna á höfði og barnið Jesú á handleggnum, var
mynduð á altaristöflunni sem ljóslifandi væri; í kórnum voru út-
höggin líkneski postulanna, en efst á veggnum héngu andlitsmyndir
af hinum gömlu bæjarráðsmönnum með fangamörkum þeirra. Pré-
dikunarstóllinn var haglega út skorinn. Sólin skein svo glatt og
lífgandi inn í kirkjuna, á messingarljóskrónuna og litla skipið, sem
hékk niður úr loftinu.
Jörgen var sem ofurliði borinn af heilagri barnshreinni tilfinn-
ingu, eins og fyrrum, er hann sem lítill drengur stóð í skrautlegu
kirkjunni á Spáni, en hér var munurinn, að hann fann með sjálfum
sér, að hann heyrði söfnuðinum til.
Eftir prédikun var altarisganga og neytti hann ásamt öðrum
brauðsins og vínsins og vildi svo til, að hann kraup á grátunum við
hliðina á ungfrú Klöru, en svo fast hafði hann hugann á guði og
hinni helgu athöfn, að ekki veitti hann því eftirtekt, hver hjá hon-
um hafði kropið, fyr en þau stóðu upp. Sá hann þá, að fögur tárin
hrundu niður eftir kinnum hennar.
Tveimur dögum síðar sigldi hún til Noregs, en Jörgen var eftir
á heimilinu og gekk að vinnu og var gagnsemdarmaður. Hann
stundaði fiskveiðar og var þá meira fyrir af fiski en nú á dögum;
það glampaði á makríltorfurnar í náttmyrkrinu svo sjá mátti hvar
þær fóru; urrarinn urraði og kolkrabbinn ýldi aumkunarlega, þeg-
ar hann var eltur; fiskarnir eru ekki eins dumbir og sagt er. Jörgen
var miklu dumbari yfir því, sem hann geymdi innanbrjósts.
Á hverjum sunnudegi, er hann sat í kirkju, og augu hans festust
ósjálfrátt á mynd Maríu móður á altaristöflunni. Þá varð þeim líka
að dvelja dálítið á staðnum þar sem ungfrú Klara hafði kropið við
hlið hans og þá hugsaði hann um hvað innilega góð hún hafði
verið honum.
Haustið kom með slydduveðri og krapahríðum og stóð vatns-
elgurinn með sJabbi og bleytu á bæjarlóð Skagans. Sandurinn gat
ekki tekið við öllu því vatni; menn urðu að vaða, ef ekki var farið