Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 36

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 36
34 var ágætis sundmaður; hann hafði sig áfram með fótunum og annari hendinni, með hinni hélt hann utan um Klöru, hann hvíldi sig á sjónum, tróð marvaðann og sparaði engin þau tök, er hann kunni, til að treina kraftana, svo hann gæti náð landi. Hann varð var við, að hún tók eitt mikið andvarp og fann, að um hana fór eins og krampaflog, og hélt hann þá því fastara, einstaka bylgja skall yfir þau og stundum lyfti straumurinn undir þau; sjórinn var svo djúpur og tær; einu sinni í svipinn þóttist hann sjá makríl- torfuna skínandi þar neðra, eða Leviathan var þar kominn sjálfur og ætlaði að gleypa þau; skýin vörpuðu skugga á sjóinn og annað kastið stöfuðu niður blikandi sólargeislar. Fuglar flugu gargandi í stórhópum fyrir ofan þau, og villiendurnar, sem móktu letilega á sjónum, tóku viðbragð og flugu burt hræddar, er þær sáu mann- inn syndandi. En Jörgen fór að finna, að kraftar hans voru að þrotum komnir, — og enn átti hann eftir svo sem tvö hvmdruð faðmslengdir að landi; þá kom nú samt hjálpin; það sást bátur á leiðinni — en undir sjónum sá hann standa hvíta, starandi manns- mynd; ylgjan reið undir hann og myndin nálgaðist — hann fann til höggs, það varð kolniðamyrkur og alt hvarf honum. Þar á sandrifinu lá flak af strönduðu skipi undir sjónum með hvítri stafnmynd, sem studdist við akkeri, og náði fleinninn rétt upp undir vatnsbrúnina. Jörgen hafði rekist á hann — straumkastið hafði hrundið honum á hann; hann hafði fengið yfirlið og sokkið með byrði sína, en næsta öldufallið skaut honum upp aftur með stúlkunni. Fiskimennirnir náðu þeim upp í bátinn. Blóðið lagaði niður um andlit Jörgens, hann var líkari dauðum manni en lifandi, en um stúlkuna hélt hann dauðahaldi svo að það var með naumindum, að henni varð náð úr fangi hans. Og þarna lá hún flöt í bátnum, náföl og andarvana og var nú stýrt heim að Greininni á Skaga. öll viðleitni var höfð til þess að lífga Klöru, en alt til einskis; hún var dáin. Jörgen hafði lengi synt með lík í fanginu, strítt og stritað og örmagnað sig vegna hennar dáinnar. Hann var enn með lífi og var hann borinn inn í næsta hús fyrir innan sandhólana. Maður einn þar á staðnum veitti honum umbönd; hann var eins konar sáralæknir í viðlögum, en að öðru leyti jafn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.