Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 37
35
framt járnsmiður og smásali. Var þetta til bráðabirgða, þangað til
læknirinn frá Hjörring yrði sóttur.
Jörgen var fársjúkur; hann hafði eitthvað bilast á heilanum og
lá með æðisórum, organdi og grenjandi, þangað til á þriðja degi
seig á hann eins og eitthvert doðamók; læknirinn sagði, að líf hans
héngi aðeins á veikum þræði, og það væri það besta, sem menn
gæti óskað og beðið honum til handa, að sá þráður mætti slitna.
„Biðjum til drottins, að hann fái lausnina; hann verður aldrei
heill maður!“
En lífið lét hann ekki lausan, þráðurinn vildi ekki slitna, en
minnið slitnaði; öll sálarkraftanna bönd voru sundur skorin; það
sem hræðilegast var, að lifandi líkami varð eftir, að líkami, sem
átti fyrir sér að hressast, skyldi ganga aftur.
Jörgen varð kyrr i húsum Brönne kaupmanns.
„Hann hefir fengið dauðameinið sitt fyrir að bjarga barninu
okkar á land“, sagði gamli maðurinn, „nú er hann okkar sonur“.
Jörgen var kallaður fábjáni, en það var ekki rjettnefni; hann
var eins og hljóðfæri, sem strengirnir eru slaknaðir á og orðnir
hljóðlausir. — Það gat aðeins komið fyrir allra snöggvast í bili
oða fáeinar mínútur, að þeir fengju spennukraftinn og þá gátu
þeir hljómað frá sér — gömul sönglög hljómuðu, einstakir taktar
— það runnu upp myndir og urðu að þoku — hann sat aftur star-
andi og hugsunarlaus; það skulum við ætla, að þjáningarlaust hafi
honum verið; augun hans svörtu mistu þá ljóma sinn, þau urðu
áþekk svörtu gleri, sem andað er á.
„Vesalings fábjáninn hann Jörgen“, sögðu menn. Það hafði verið
hann, sem hafði verið borinn undir hjarta móður sinnar í þeim
vændum, að hann fengi að njóta þess jarðlífs, sem átti að verða
svo auðugt og sæluríkt að það væri ofmetnaður og hræðilegur
hroki, þó ekki væri nema að óska sér lífs eftir þetta, hvað þá heldur
að trúa á það. öllum hinum miklu sálargáfum hafði verið á glæ
kastað. 1 hans hluta höfðu að eins fallið mæðudagar, sárar sorgir
og vonbrigði. Hann hafði verið prýði-laukur, sem upp var kipt úr
hans ríka jarðvegi og burt kastað í sandinn til að rotna þar niður;
átti þetta, sem skapað var í guðs mynd, ekki betra skilið? Mundi
þetta þá alt saman vera tómur tilviljanaleikur? Nei, guð alkær-