Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 39
37
Sandhrönn hafði lagst yfir leiðin í kirkjugarðinum og upp að
kirkjuveggnum, en þarna hjá ættingjum og ástvinum höfðu hinir
framliðnu viljað fyrir hvern mun, að þeir væru jarðaðir. Brönne
kaupmaður og kona hans hvíldu þar hjá börnum sínum undir hvít-
um sandinum.
Það var á öndverðu ári, þegar stormasamt er, rokurnar þyrl-
uðust upp úr sandhólunum, og hafið svall með stórsjóum, fuglarnir
flugu gargandi í stórhópum yfir sandhólana og hvert skipsstrandið
rak annað á sandgrynningunum, alt frá Skaga-Grein til Húsbæjar-
sandhóla.
Það var einhvern dag síðdegis, að Jörgen sat einn í stofunni; þá
birti í huga hans og hann kendi sömu óróseminnar sem oft á yngri
árum knúði hann til að fara einförum út í sandhólana eða út í
heiðarmóinn.
„Heim, heim“, sagði hann; enginn heyrði það; hann gekk út úr
húsinu og inn á milli sandhólanna. Sandur og smámöl fauk framan
í hann og þyrlaðist upp í kringum hann. Hann sneri á leið til kirkj-
unnar. Þar lá sandurinn upp að veggnum og upp á gluggana til miðs,
en úr ganginum fyrir framan hafði verið mokað. Kirkjudyrnar
höfðu ekki verið læstar aftur og var því hægt inngöngu; fór nú
Jörgen þar inn.
Grenjandi ofviðrisstrokuna lagði yfir Skaga; það var svo mikið
fárviðri, að ekki hefir komið annað eins í manna minnum, en
Jörgen var í guðs húsi, og þó nótt og niðamyrkur væri fyrir utan,
t>á var glaðbjart hið innra í honum sjálfum. Það var ljós sálarinnar,
sem aldrei slokknar; hann fann, að nú sprakk með hvelli steinninn
þungi, sem legið hafði á höfði hans. Hann þóttist heyra orgelið
hljóma, en það var ekki annað en stormurinn og hafbrimið. Hann
settist í stólsæti og var nú kveikt á ljósunum og kerti við kerti
svo ríkulega, að aldrei hafði hann séð annað eins, nema í Spánar-
landi, og allar myndirnar af ráðsmönnunum gömlu og bæjarstjór-
unum urðu lifandi og gengu út úr veggnum, þar sem þeir höfðu
staðið svo lengi, árum saman, og settust í kórinn. Kirkjuportið og
úyrnar lukust upp og inn komu allir hinir dauðu, fólkið sparibúið
eins og það hafði verið á sinni tíð, sönglist ómaði jafnframt og
tólkið gekk innar og settist í stólsætin. Þá hljómaði sálmasöngur-