Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 44

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 44
42 verða feimin og líta undan. En það fór á aðra leið, því þegar hún var lengi búin að virða hann fyrir sér, vék hún sér kunnuglega að honum, og lagðist niður á kné hjá honum, fór hún þá að leita að gullnisti, sem hékk á brjósti hennar í fögru meni, og sagði: „Nei! Ertu þá loksins kominn híngað í veslíngs kofann okkar, þú fagri, þú ástúðlegi gestur! Hefirðu verið að villast árunum saman áður en þú komst á veginn híngað? Kemurðu úr eyðiskóginum, elsku vinur?“ Kona fiskimannsins ávítaði hana þá, svo að riddarinn kom sér ekki við að svara, og áminnti hún hana, að hún skyldi standa upp og fara til vinnu sinnar. Ondína svaraði henni ekki orði, heldur dró hún fótskemil að stólnum, sem Huldubrandur sat á, settist á hann með snældu sína og sagði blíðlega: „Hér vil eg spinna“. Fiski- maðurinn lét einsog hann ekki tæki eptir óþekkt Úndínu og fór að tala um annað. En það lofaði hún honum ekki. „Eg hefi spurt gest- inn okkar góða“, mælti hún, „hvaðan hann væri kominn, en hann er ekki farinn að svara mér enn“. „Eg kem úr skóginum, elsku barn!“ ansaði riddarinn. „Þú verður þá“, mælti hún, „að segja mér, hvernig á því stóð, að þú fórst inn í skóginn, þar sem allir aðrir sneiða hjá honum; það mun líka hafa borið margt kynlegt fyrir þig, því þar inni kvað ekki allt vera með felldu“. Þá var ekki trútt um, að hrollur færi um Huldubrand, hann leit ósjálfrátt út í gluggann og fannst honum nú einsog einhver af for- ynjum þeim, er hann hafði hitt fyrir í skóginum, horfði glottandi inn í stofuna, og þó sá hann ekkert nema niðmyrkrið, sem á var dottið úti. En óttinn fór fljótt af honum og ætlaði hann nú að taka til frásagna, en fiskimaðurinn greip frammí og mælti: „Nei! herra riddari! nú er ekki tími til að segja slíkar sögur“. Þá stökk Úndína reiðulega upp af fótaskemlinum, setti hendurnar fögru í hliðar sér, gekk að fiskimanninum og mælti: „Svo hann á ekki að segja okkur æfintýri sín, en nú vil eg það, hann skal, — hann skal gera það, segi eg“. í því hún sagði þetta stampaði hún hinum nettu fótum sínum fast á gólfið, en allt þetta gerði hún svo skrítilega og með svo óviðjafnanlegum yndisleik, að riddaranum leizt enn betur á hana nú, þegar hún var reið, en áður þegar hún var blíðleg. En fiskimaðurinn, sem lengi hafði setið á sér, gaf nú reiði sinni rúm og ávítaði Úndínu harðlega fyrir óhlýðni hennar og ósæmilega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.