Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 46

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 46
44 líkinu, en það kom fyrir ekki, og hefi eg hvergi orðið neins var, hvorki fyrr né síðar. Um kvöldið sátum við hjónin gömul og barnlaus hérna í kof- anum og gátum ekki upp komið orði fyrir harmi. Við sátum þegj- andi og horfðum í eldinn á arninum; þá heyrðum við að einhver rjálaði við dyrnar; þær lukust upp og ljómandi fallegt meybarn, fjögra eða fimm vetra gamalt, stendur á þröskuldinum og horfir á okkur brosandi. Við urðum forviða, og vissum varla, hvort þetta var dálítið mannsbarn eða það var einber töfrasjón. En þá sá eg að sjórinn rann af glitklæðum barnsins og hárinu gullbjörtu, og skildi þá að það mundi hafa dottið í sjóinn og væri því hjálpar þurfi. Sagði eg þá við konu mína: „Það hefir enginn getað bjargað blessuðu barninu okkar, en gerum það fyrir aðra, sem við mundum fegnust hafa orðið, að aðrir hefðu getað gert fyrir okkur“. Við afklæddum þá smámeyna, lögðum hana í rúm og gáfum henni vökvun; en hún talaði ekki orð, heldur starði hún á okkur brosandi með augunum sæbláum. Morguninn eptir sáum við að hún hafði ekki orðið fyrir neinum meiðslum. Eg spurði hana eptir foreldrum hennar, en allt sem hún sagði mér var endaleysa ein, sem ómögulegt var að botna í. Hún er víst fædd lángt í burtu héðan, því einskis hefi eg getað orðið vísari um uppruna hennar í þessi fimmtán ár og svo er það kyn- legt, sem hún segir stundum, að það mætti halda að hún væri dottin ofan úr túnglinu. Þá talar hún um gullnar hallir, um krystalls þök og guð veit hvað annað! En það hefir hún sagt greinilegast, að hún hafi verið að sigla með móður sinni úti á sjó, en dottið útbyrðis og fyrst ránkað við sér undir trjánum þarna úti og hafi hún undir- eins kunnað svo vel við sig uppi á ströndinni. Nú réðum við af að taka hana í dóttur stað, en þá var sá vand- inn, að við vissum ekki, hvort hún var skírð eða óskírð. Þegar við höfðum lengi ráðgazt um það, komumst við loksins til þeirrar niðurstöðu, að betra væri að gera hið góða tvisvar en að láta það ógert. Nú vildum við velja henni fallegt nafn, og leizt okkur eptir lángar ráðagerðir, að Dóróþea væri það nafn, sem bezt ætti við, því mig ránkaði við, að eg hafði heyrt, að það merkti „guðs gjöf“, og guð hafði líka sent okkur hana einsog gjöf, til að hugga okkur í mótlætinu. En hún tók því fjærri og stóð fast á því, að foreldrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.