Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 50
48
Þegar hingað kom sögunni, kenndi riddarinn svo mikils sársauka
í vinstri hendinni, að hann varð að þagna og leit hann þángað er
honum sveið. Úndína hafði læst hinum fögru tönnum sínum í fíngur
hans og var þar til reiðuleg og svipþúng. En allt í einu leit hún
framan í hann með ángurblíðum raunasvip og sagði í hálfum hljóð-
um: „Eins muntu líka gera eptirleiðis". Að því mæltu huldi hún
ásjónu sína, en riddarinn hélt áfram sögunni.
„Þessi Bertalda er undarleg og þóttafull stúlka. Seinni daginn
gazt mér ekki nærri eins vel að henni og hinn fyrri, og þessa sízt
þriðja daginn. En eg var samt hvervetna með henni, því hún var
vingjarnlegri við mig en hina riddarana og þar kom einusinni að
eg beiddi hana í gamni að gefa mér annan glófa sinn. „Hann skuluð
þér fá“, ansaði hún, „ef þér farið aleinn og færið mér vitneskju
um, hvernig til hagar í undraskóginum“. Nú þókti mér raunar ekki
á miklu standa, að fá glófa hennar, en það varð ekki aptur tekið,
sem talað var, og enginn riddari lætur biðja sig tvisvar að fara
þesskonar glæfraferð“.
„Eg hélt hún hefði elskað þig“, mælti Úndína.
„Hún lét svo“, ansaði riddarinn. —
„En þá er hún meira en meðalheimsk“, segir Úndína hlæjandi,
„að hún skyldi reka þann í burt, sem hún elskar, og það útí annan
eins voðaskóg, sem hefir svo illt orð á sér. Hefði eg verið í hennar
sporum, þá skyldi eg ekki hafa kært mig stórt um skóginn og undr-
in, sem í honum eru“.
„Eg fór á stað í gærmorgun“, sagði Huldubrandur ennfremur,
„og þókti mér þá svo fagurt í skóginum, er hann blasti við morgun-
sólinni, að mér kom ekki til hugar að hræðast. En óðara en mig
varði, var eg kominn svo lángt inní skóginn, að eg ekki fékk áttað
mig, varð eg þá hræddur um, að eg kynni að villast, staðnæmdist
stundarkorn og leit til sólar; var hún þá þegar hátt á lopti. En í því
eg snerist við, varð mér litið á eitthvað svart uppi í hárri eik. Hélt
eg það væri bjarndýr og þreif til sverðsins. En í sama bili heyrði
eg hása og ámátlega mannsrödd, sem kallaði: „Ef eg ekki tíndi
blöðin af greinunum hérna, þá veit eg ekki við hvað við ættum að
steikja þig í nótt, þinn hundvísi kögursveinn!“ Glotti skrímslið þá
um tönn og skurkaði svo í öllu trénu, að hesturinn fældist og rauk
á stað undir mér, áður en eg gat séð, hver djöfull þessi var“.