Rökkur : nýr flokkur

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Qupperneq 50

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Qupperneq 50
48 Þegar hingað kom sögunni, kenndi riddarinn svo mikils sársauka í vinstri hendinni, að hann varð að þagna og leit hann þángað er honum sveið. Úndína hafði læst hinum fögru tönnum sínum í fíngur hans og var þar til reiðuleg og svipþúng. En allt í einu leit hún framan í hann með ángurblíðum raunasvip og sagði í hálfum hljóð- um: „Eins muntu líka gera eptirleiðis". Að því mæltu huldi hún ásjónu sína, en riddarinn hélt áfram sögunni. „Þessi Bertalda er undarleg og þóttafull stúlka. Seinni daginn gazt mér ekki nærri eins vel að henni og hinn fyrri, og þessa sízt þriðja daginn. En eg var samt hvervetna með henni, því hún var vingjarnlegri við mig en hina riddarana og þar kom einusinni að eg beiddi hana í gamni að gefa mér annan glófa sinn. „Hann skuluð þér fá“, ansaði hún, „ef þér farið aleinn og færið mér vitneskju um, hvernig til hagar í undraskóginum“. Nú þókti mér raunar ekki á miklu standa, að fá glófa hennar, en það varð ekki aptur tekið, sem talað var, og enginn riddari lætur biðja sig tvisvar að fara þesskonar glæfraferð“. „Eg hélt hún hefði elskað þig“, mælti Úndína. „Hún lét svo“, ansaði riddarinn. — „En þá er hún meira en meðalheimsk“, segir Úndína hlæjandi, „að hún skyldi reka þann í burt, sem hún elskar, og það útí annan eins voðaskóg, sem hefir svo illt orð á sér. Hefði eg verið í hennar sporum, þá skyldi eg ekki hafa kært mig stórt um skóginn og undr- in, sem í honum eru“. „Eg fór á stað í gærmorgun“, sagði Huldubrandur ennfremur, „og þókti mér þá svo fagurt í skóginum, er hann blasti við morgun- sólinni, að mér kom ekki til hugar að hræðast. En óðara en mig varði, var eg kominn svo lángt inní skóginn, að eg ekki fékk áttað mig, varð eg þá hræddur um, að eg kynni að villast, staðnæmdist stundarkorn og leit til sólar; var hún þá þegar hátt á lopti. En í því eg snerist við, varð mér litið á eitthvað svart uppi í hárri eik. Hélt eg það væri bjarndýr og þreif til sverðsins. En í sama bili heyrði eg hása og ámátlega mannsrödd, sem kallaði: „Ef eg ekki tíndi blöðin af greinunum hérna, þá veit eg ekki við hvað við ættum að steikja þig í nótt, þinn hundvísi kögursveinn!“ Glotti skrímslið þá um tönn og skurkaði svo í öllu trénu, að hesturinn fældist og rauk á stað undir mér, áður en eg gat séð, hver djöfull þessi var“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.