Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 55

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 55
53 heim með ámuna í þurru, en jafnskjótt sem henni var inn komið, steyptist regnið fossandi niður úr skýjunum. Nú voru tappaðar nokkrar flöskur af ámunni og sátu þau öll glöð að víndrykkju; þá kom allt í einu alvörusvipur á fiskimanninn og tók hann þannig til máls: „Guð minn góður! við sitjum hér og gleðjum okkur, en hinn rétti eigandi vínsins hefir ef til vill látið líf sitt í vatninu". „Þá erum við erfingjar hans“, sagði Úndína hlæj- andi og hellti á fyrir riddarann. „Eg sver yður það við drengskap minn, faðir sæll!“ mælti Huldubrandur, „að væri þess nokkur kost- ur að finna hann, þá skyldi náttmyrkrið og hættur þess ekki aptra mér frá því að reyna til þess. Og því megið þér treysta, að nái eg nokkurntíma aptur til mannabygða, þá skal eg leita hann upp eða þá erfingja hans og borga þeim vín þetta tvöfalt eða þrefalt“. Fiski- manni geðjaðist vel að þessum orðum hans; honum varð hughægra og drakk hann nú vínið ánægðari en áður. En Úndína sagði við riddarann: „Fari það sem má um skaðabæturnar; en það sem þú sagðir, að þú vildir leita upp eigandann, var heimskulega talað. Eg gréti mig blinda ef þú færist — og þú mundir líka heldur vilja vera hjá mér og drekka vínið góða?“ „Það má nærri geta“, sagði Huldu- brandur brosandi. „Var það þá ekki heimskulega talað af þér?“ mælti Úndína, „því hver er sjálfum sér næstur, og hvað varðar okkur um aðra?“ Kona fiskimannsins hristi höfuðið og leit út í hött, en karlinn gleymdi í þann svipinn hvað honum þótti vænt um Úndínu og talaði til hennar hörðum orðum. „Menn skyldu halda“, sagði hann að endingu, „að þú værir uppalin innanum Tyrkja og heiðingja. Guð fyrirgefi bæði mér og þér, þú vonda barn!“ „Eg er nú svona gerð“, svaraði Úndína, „hver sem hefir uppalið mig, og hvað stoða þá orð ykkar!“ „Þegiðu!" kallaði fiskimaður uppvægur °g hrökk þá Úndína saman, því þrátt fyrir dirfsku sína var hægt að hræða hana; hún hallaði sér titrandi upp að riddaranum og sagði í hálfum hljóðum: „Ert þú líka reiður?“ Riddarinn tók um hönd hennar og strauk hárið frá enni hennar. Hann var svo reiður útaf hörku fiskimannsins við hana, að hann fékk engu orði upp komið. Þannig sátu hjónin og hjónaefnin í vondu skapi hvert and- spænis öðru, og töluðu ekki orð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.