Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 58
56
og rjóð einsog rós á vordegi, en hann sat í leiðslu, og hafði hann
aldrei unað sér betur á eynni en nú. Kona fiskimannsins leit reiðu-
lega til Úndínu, af því hún gerði sér svo dátt við riddarann í viður-
vist prestsins og gerði sig líklega til að hasta á hana. Sá riddarinn
það út úr henni og varð fyrri til orðs en hún, því hann vék sér að
prestinum og mælti: „Við erum hjónaefni, æruverðugi faðir! og
svo framarlega sem stúlkan og hin góðu hjón ekki eru því mót-
fallin, þá bið eg yður að gefa okkur saman þegar í kvöld“.
Þau hjónin höfðu nokkur ummæli, en guldu þó jáyrði sitt, og
fór húsfreyjan út að sækja tvö vígð vaxljós, er hún lengi hafði
geymt. Riddarinn handlék gullfesti sina og ætlaði að taka úr henni
tvo bauga og skiptast hríngum við unnustu sína. Þá spratt Úndína
upp og mælti: „Ekki hafa foreldrar mínir sent mig einsog ölmusu-
barn út í veröldina"; að svo mæltu skauzt hún út og kom aptur inn
með tvo dýrindis hrínga; gaf hún brúðguma sínum annan, en
hinum hélt hún sjálf. Þau hjónin furðuðu sig mjög á þessu, því
þau höfðu aldrei séð hríngana. „Þeir voru“, sagði Úndína, „saum-
aðir í serkinn, sem eg var í þegar eg kom til ykkar og var mér
bannað að sýna þá nokkrum manni, fyrr en á brúðkaupsdegi
mínum“.
Nú kveikti presturinn á Ijósunum, setti þau á borðið og lét brúð-
hjónin gánga fram fyrir sig. Vígsluræða hans var stutt og gagn-
orð. Gömlu hjónin blessuðu hin úngu og hallaðist brúðurin þögul
og titrandi upp að brjósti riddarans. Þá tók prestur til máls og
sagði: „En hvað þið getið verið undarleg! Þið sögðuð mér að eng-
inn maður væri hér á eynni nema þið, — en meðan á vígslunni stóð,
sá eg hvar hár maður í hvítum hjúp stóð andspænis mér og horfði
inn um gluggann“. „Guð hjálpi okkur“, sagði húsfreyjan skjálf-
andi. Fiskimaður hristi höfuðið, en Huldubrandur gekk út að
glugga, og þókti honum líka sem hann grillti í eitthvað hvítt, en
það hvarf samstundis út í náttmyrkrið. Taldi hann prestinum trú
um, að honum hefði missýnzt og settust þau nú öll í mestu vinsemd
kringum eldinn, sem brann á arninum.