Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 58

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 58
56 og rjóð einsog rós á vordegi, en hann sat í leiðslu, og hafði hann aldrei unað sér betur á eynni en nú. Kona fiskimannsins leit reiðu- lega til Úndínu, af því hún gerði sér svo dátt við riddarann í viður- vist prestsins og gerði sig líklega til að hasta á hana. Sá riddarinn það út úr henni og varð fyrri til orðs en hún, því hann vék sér að prestinum og mælti: „Við erum hjónaefni, æruverðugi faðir! og svo framarlega sem stúlkan og hin góðu hjón ekki eru því mót- fallin, þá bið eg yður að gefa okkur saman þegar í kvöld“. Þau hjónin höfðu nokkur ummæli, en guldu þó jáyrði sitt, og fór húsfreyjan út að sækja tvö vígð vaxljós, er hún lengi hafði geymt. Riddarinn handlék gullfesti sina og ætlaði að taka úr henni tvo bauga og skiptast hríngum við unnustu sína. Þá spratt Úndína upp og mælti: „Ekki hafa foreldrar mínir sent mig einsog ölmusu- barn út í veröldina"; að svo mæltu skauzt hún út og kom aptur inn með tvo dýrindis hrínga; gaf hún brúðguma sínum annan, en hinum hélt hún sjálf. Þau hjónin furðuðu sig mjög á þessu, því þau höfðu aldrei séð hríngana. „Þeir voru“, sagði Úndína, „saum- aðir í serkinn, sem eg var í þegar eg kom til ykkar og var mér bannað að sýna þá nokkrum manni, fyrr en á brúðkaupsdegi mínum“. Nú kveikti presturinn á Ijósunum, setti þau á borðið og lét brúð- hjónin gánga fram fyrir sig. Vígsluræða hans var stutt og gagn- orð. Gömlu hjónin blessuðu hin úngu og hallaðist brúðurin þögul og titrandi upp að brjósti riddarans. Þá tók prestur til máls og sagði: „En hvað þið getið verið undarleg! Þið sögðuð mér að eng- inn maður væri hér á eynni nema þið, — en meðan á vígslunni stóð, sá eg hvar hár maður í hvítum hjúp stóð andspænis mér og horfði inn um gluggann“. „Guð hjálpi okkur“, sagði húsfreyjan skjálf- andi. Fiskimaður hristi höfuðið, en Huldubrandur gekk út að glugga, og þókti honum líka sem hann grillti í eitthvað hvítt, en það hvarf samstundis út í náttmyrkrið. Taldi hann prestinum trú um, að honum hefði missýnzt og settust þau nú öll í mestu vinsemd kringum eldinn, sem brann á arninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.