Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 59

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 59
57 Frá því, er enn bar til um kvöldið Bæði fyrir vígsluna og eins meðan á henni stóð hafði Úndína verið stillt og siðprúð, en nú ærðist hún, svo ekkert hóf var á. Hún gabb- aði brúðguma sinn og fósturforeldra sína og glettist enda til við prestinn, sem hún fyrir skemmstu hafði sýnt svo mikla lotningu; riddaranum geðjaðist ekki að þessum barnalátum hennar og lét hann hana sjá það á svip sínum og augnaráði; tók hún eptir því og stillti sig þá allrasnöggvast, settist hjá honum og lét vel að hon- um, svo að þykkjusvipurinn fór af honum. En þegar minnst vonum varði, kom aptur á hana sami gállinn, og voru læti hennar engu betri en áður. Þá segir prestur með alvörugefni, en þó hógvært: „Enginn getur horft svo á þig, fallega barn! að ekki verði honum glatt, en gæt þess í tíma, að stilla svo sál þína, að hún verði samhljóða brúðgum- ans, sem eg fól þig á vald“. ,,Sál!“ segir Úndína hlæjandi, „það er dáfallegt að heyra og flestum er það líklega uppbyggileg og affaragóð áminning. En sá sem nú alls ekki á neina sál — hvað á hann að gera? Og svo er ástatt fyrir mér“. Presti brá mjög og svaraði hann engu; hann sneri sér frá henni með reiðisvip. Úndína gekk þá að honum og sagði með blíðu: „Lofið mér að tala út áður en þér reiðist mér. Eg get ekki þolað að sjá yð- Ur reiðan og skyldan býður yður líka að reiðast engri skapaðri skepnu, sem ekkert hefir gert yður. Hafið bara þolinmæði, þá skal eg gera yður glögga grein fyrir öllu“. Hún myndaði sig nú til að tala og var auðséð að henni var mikið niðri fyrir. Varir hennar lukust sundur, en þá hætti hún allt í einu °g fór um hana hrollur; kom nú upp fyrir henni grátur með tíðum ekka og andköfum. en loksins þerraði hún af sér tárin, leit með alvörusvip til prestsins og mælti: „Eitthvað frábærlega dásamlegt hlýtur sálin að vera, en jafnframt eitthvað hræðilegt. Guðhræddi faðir! ætli það væri ekki betra að vera án hennar?“ Hún þagnaði °g beið svars; hún var hætt að gráta. Voru þau nú öll í kofanum staðin upp úr sætum sínum og hörfuðu óttaslegin undan henni. En það var eins og hún sæi engan nema prestinn; óttablandin forvitni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.