Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 60

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 60
58 skein út úr yfirbragði hennar og einmitt þessvegna stóð hinum svo mikill uggur af henni. En er enginn svaraði henni, þá tók hún aptur til máls og sagði: „Erfitt hlýtur sálin að þýngja — dauðans erfitt. Tilhugsunin ein er nóg til að hrella mig með kvíða og angist. Og eg var áður svo léttlynd, svo kát!“ Að svo mæltu tók hún aptur að gráta og huldi kjökrandi ásjónu sína. Gekk þá prestur að henni og særði hana í nafni guðs hins hæsta, að dylja þess eigi, ef hún ætti nokkuð skylt við myrkranna anda. En hún fleygði sér fram fyrir fætur honum, lofaði guð og vegsamaði, og kallaði hann til vitnis um að hún vildi engum nema vel. Sagði prestur þá að end- íngu: „Herra brúðgumi! eg læt yður einan með konu þeirri, sem eg hefi vígt yður saman við. Svo dularfull sem hún er, þá er hún frjáls af öllu illu, að því er eg get frekast skynjað. — Munið mig um það, að sýna varhygð, ástríki og trúmennsku“. Að því mæltu gekk hann út; en gömlu hjónin signdu sig og fylgdu honum eftir. Úndína lá enn á knjánum, en er þau voru tvö ein, tók hún skýl- una frá andliti sínu, leit feimnislega til riddarans og mælti: „Nú vilt þú víst ekki þekkjast mig, og eg veslíngs, veslíngs barn, — eg hefi þó ekkert illt gert!“ Hún var svo yndisleg ásýndum og svipur- inn svo grátfagur, að riddarinn gleymdi öllu því, er honum þókti hafa verið óttalegt og ískyggilegt, og vafði hana upp að brjósti sínu. Þá hló hún með tárin í augunum; — það var einsog þegar morgun- sólin skín á litla læki. „Þú getur þó ekki fengið af þér að skilja við mig“, sagði hún einsog með ofurhuga og fór hinum mjúku höndum sínum um vánga hans. Hvarf nú sú hin óttalega grunsemd úr huga honum, að það væri álfkona eða nokkur vond vættur, sem hann hafði gengið að eiga. En ein spurning varð honum samt ósjálfrátt á munni. „Elskulega Úndína!" mælti hann, „segðu mér hvað það var, sem þú talaðir um jarðanda og Kaldbrynni, þegar presturinn barði á dyrnar?“ „Barnahjal og annað ekki“, ansaði Úndína og hló eins dátt og vant var, „fyrst ætlaði eg að gera þig smeykan, og seinna hræddir þú mig með því. Og svo er þá blessað brúðkaupskvöldið á enda“- „Nei, ekki enn“, hvíslaði riddarinn að henni, hugfanginn af elsku, og slökkti Ijósin, bar hann síðan hina yndisfögru konu sína í fáng- inu, með kossum og blíðlæti, til brúðarhússins, sem máninn upp- lýsti með töfrandi ljóma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.