Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 64

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 64
62 kæru konu, og þáktist sælli en myndasmiðurinn Pygmalíon, þegar líkneskjan lifnaði í faðmi hans. Leiddust þau nú heim aptur til bæjarins og hallaðist Úndína ástúðlega að armi hans. Frá því, er riddarinn fór burt með konu sína Morguninn eptir vaknar Huldubrandur og sér, að kona hans er horfin. Brá honum einhvernveginn undarlega við það, en þess var ekki lengi að bíða, að hún kom inn aptur, kyssti hann og settist á rúmstokkinn hjá honum. „Eg fór snemma á fætur“, sagði hún, „til þess að sjá, hvort frændi minn stæði við orð sín; hann hefir nú svæft öldurnar, svo að þær renna með spekt í hinum fyrra farvegi sínum, og vinir hans í vatni og lopti hafa tekið á sig náðir, svo nú getur þú háldið heimleiðis þegar þér lízt“. Huldubrandi þókti enn sem hann dreymdi, svo örðugt veitti honum að skilja í ætterni Úndinu. En allt fyrir það lét hann á engu bera, enda var kona hans búin svo óumræðilegum yndisþokka, að hann gleymdi öllu slíku í návist hennar. Stundarkorni síðar stóðu þau bæði fyrir utan bæjardyrnar og horfðu yfir hið iðgræna nes, sem speglaðist í vatninu fagurbláu; þókti riddaranum þá sem hann væri fastlega samgróinn þessu frið- sæla heimkynni, er verið hafði vagga ástar hans. „Því eigum við þá að leggja á stað í dag?“ mælti hann. „Við lifum svo aldrei sælli daga í glaumi heimsins. Eigum við ekki að sjá sólina renna hér svo sem tvisvar eða þrisvar ennþá?“ „Það skal vera einsog eiginmaður minn og herra segir fyrir“, mælti Úndína, „en þess eins vil eg ekki dyljast, að eg veit að vesl- íngs hjónin gömlu munu gráta sig blind, þegar þau verða vör við hina tryggu sál í mér og sjá hversu ótæmandi elsku og lotníngu hún hefir vakið þeim til handa. Mun þeim nú þykja fullsárt að skilja við mig, og halda þau þó enn sem komið er, að skapskipti mín séu samkyns og áður, einsog ládeyða, þegar loptið er kyrrt, og munu þau geta lagt ást á eitthvert blóm eða fallegan fugl, ekki síður en á mig. Mér mundi falla það þúngt, að birta þeim allt það ástríki, sem eg bý yfir, á sömu stundinni sem þau verða að sjá mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.