Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 82

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 82
80 híngað kominn, ekki til að samtengja, heldur til að sundurskilja það, sem ekki á saman. Vertu henni afhuga, Huldubrandur! vertu honum afhuga, Bertalda! hann er annarri háður. Sérðu ekki hvað fölur hann er enn af söknuðinum eptir fyrri konuna? Hann er eng- um brúðguma líkur, og svo segir mér hugur um, að aldrei munir þú lifa glaða stund, ef þú bindur samlag við hann“. Fortölur prestsins komu fyrir ekki, hann kvaddi þau harmþrúng- inn og vildi hvorki þiggja hjá þeim beina né gistíngu. Daginn eptir var sent eptir presti frá næsta klaustri og lofaði hann ummælalaust að gefa þau saman að fárra daga fresti. Morguninn eptir í dögun dreymdi riddarann aptur. Honum þókti sem hann heyrði súg af svanavængjum yfir höfði sér og sætan klið; síðan þóktist hann berast af þeim yfir láð og lög. „Svanasaungur", sagði hann við sjálfan sig, „svanasaungur veit á dauða“. Þá sá hann allt í einu ómælanlegt haf fyrir neðan sig og þóktist vita að það var Miðjarðarhaf. í sama vetfángi urðu bárurnar gegnsæjar einsog krystall og sá hann niður á hafsbotn. Þar sat Úndína tár- fellandi með hönd undir kinn, en Kaldbrynnir gekk að henni og álasaði henni fyrir það, hvað hún var sorgbitin. Þá lypti hún upp höfði sínu og leit til hans með slíkum tignar svip, að hann þagnaði þegar í stað. „Þó eg lifi hér undir bylgjunum“, mælti hún, „þá hefi eg samt ennþá sál mina. Þessvegna get eg grátið, en þú skilur ekki, hvað tár þessi eru fyrir mig. Þau eru líka til sælu, einsog allt er þeim til sælu, sem gæddur er trúfastri sál“. „Hvað sem því líður“, sagði Kaldbrynnir, „þá ertu samt skyld að hlýða okkar lögum og getur þú ekki færzt undan að lífláta hann, ef hann er þér ótrúr og gengur að eiga aðra konu“. „Hann er ekkjumaður ennþá“, ansaði Úndína, „og geymir minn- íngu mína í sorgbitnu hjarta“. „Og er þó brúðgumi um leið“, mælti Kaldbrynnir glottandi; „að tveimur dögum liðnum heldur hann brúðkaup sitt og þá verður þú, hvort sem þér líkar vel eða illa, að fara upp til hans og taka hann af lífi“. „Það get eg ekki“, ansaði Úndína brosandi. „Eg hefi sjálf byrgt brunninn fyrir mér og allri ætt minni“. „En ef hann fer frá borginni“, segir Kaldbrynnir, „eða lætur opna brunninn aptur, því hann mun ekki setja þetta á sig“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.