Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 94

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 94
92 sundlegði þau yfir Hvítá þar, því að yfir fjörðinn milli Einarsness og Hvanneyrar er all-langt sund, þegar leirur allar eru komnar í kaf. Hugðum við og að trippin mundi all-slæpt eftir sundið vestur yfir. En þessa ráðagerð framkvæmdum við ekki, því að þegar við komum út á tún að kaffidrykkju lokinni og gengum upp á hólinn fyrir austan húsið, varð okkur litið austur yfir fjörðinn. Vóru þá allar leirur í kafi. Sáum við trippin á sundi góðan kipp frá landi og stefndu þau nú austur yfir beint, til Hvanneyrar. Við brugðum við af skyndingu, því að vafasamt þótti okkur, að trippin mundu komast yfir fjörðinn. Kvöddum við sem snarlegast og rérum á eftir þeim. Einu þeirra dapraðist all-mjög sundið, en öll komust þau klaklaust yfir. Var mikið um þetta svaml trippanna rætt og ferðalag okkar og hent gaman að og ekki minst af okkur sjálfum, sem á eftir þeim fórum. Lítinn vafa tel eg á, að hér hafi að eins verið um „ævintýra- ferðalag" eitt að ræða eða „leik“. Trippin voru vön að gösla um kílana við Andakílsá og kann ske í firðinum sjálfum, en að þessu sinni lagt í óvanalega langan leiðangur. Ekki veit eg til þess, að hross frá Hvanneyri hafi synt vestur yfir fjörðinn og því síður sömu leið til baka, önnur en þau, sem að ofan getur. Má það þó vera. En þetta er all-mikið sund, ekki sízt fyrir ungviði þótt á sumardegi væri. Og mikið afrek þótti það, er stúlka frá Hvanneyri, synti yfir fjörðinn, allmiklu innar og þar sem fjörðurinn er mjórri en þar sem trippin fóru. Knarrarness-Brúnka. Á síðari árum hefi eg farið á hverju vori og sumri, stundum tví- vegis, í heimsókn til vinafólks í Álftaneshreppi í Mýrasýslu, en á bæjum þar í sveit, Urriðaá og Álftárósi, hafa synir mínir verið að sumarlagi. Þegar eg kom að Álftárósi í fyrra var mér sagt fra hryssu nokkurri, sem hafði tekið upp á því, að synda frá heima- stöðvum sínum í Knarrarnesi vestur yfir til Hjörseyjar. Er þetta mikið sund. Bein lína á kortinu milli Knarrarness og Hjörseyjar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.