Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Qupperneq 94
92
sundlegði þau yfir Hvítá þar, því að yfir fjörðinn milli Einarsness
og Hvanneyrar er all-langt sund, þegar leirur allar eru komnar í
kaf. Hugðum við og að trippin mundi all-slæpt eftir sundið vestur
yfir.
En þessa ráðagerð framkvæmdum við ekki, því að þegar við
komum út á tún að kaffidrykkju lokinni og gengum upp á hólinn
fyrir austan húsið, varð okkur litið austur yfir fjörðinn. Vóru þá
allar leirur í kafi. Sáum við trippin á sundi góðan kipp frá landi
og stefndu þau nú austur yfir beint, til Hvanneyrar. Við brugðum
við af skyndingu, því að vafasamt þótti okkur, að trippin mundu
komast yfir fjörðinn. Kvöddum við sem snarlegast og rérum á
eftir þeim. Einu þeirra dapraðist all-mjög sundið, en öll komust
þau klaklaust yfir. Var mikið um þetta svaml trippanna rætt og
ferðalag okkar og hent gaman að og ekki minst af okkur sjálfum,
sem á eftir þeim fórum.
Lítinn vafa tel eg á, að hér hafi að eins verið um „ævintýra-
ferðalag" eitt að ræða eða „leik“. Trippin voru vön að gösla um
kílana við Andakílsá og kann ske í firðinum sjálfum, en að þessu
sinni lagt í óvanalega langan leiðangur. Ekki veit eg til þess, að
hross frá Hvanneyri hafi synt vestur yfir fjörðinn og því síður
sömu leið til baka, önnur en þau, sem að ofan getur. Má það þó
vera. En þetta er all-mikið sund, ekki sízt fyrir ungviði þótt á
sumardegi væri. Og mikið afrek þótti það, er stúlka frá Hvanneyri,
synti yfir fjörðinn, allmiklu innar og þar sem fjörðurinn er mjórri
en þar sem trippin fóru.
Knarrarness-Brúnka.
Á síðari árum hefi eg farið á hverju vori og sumri, stundum tví-
vegis, í heimsókn til vinafólks í Álftaneshreppi í Mýrasýslu, en á
bæjum þar í sveit, Urriðaá og Álftárósi, hafa synir mínir verið að
sumarlagi. Þegar eg kom að Álftárósi í fyrra var mér sagt fra
hryssu nokkurri, sem hafði tekið upp á því, að synda frá heima-
stöðvum sínum í Knarrarnesi vestur yfir til Hjörseyjar. Er þetta
mikið sund. Bein lína á kortinu milli Knarrarness og Hjörseyjar