Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 100
Alexander Pushkin:
Hríðarveður
Undir lok ársins 1811, sem lengi mun minnst í sögu þjóðar vorrar,
bjó hinn ágæti Gavril Gavrilovitch að ættarsetri sínu Nenaradova.
Hann var maður héraðskunnur fyrir góðvild sína og gestrisni. Ná-
grannarnir komu tíðum í heimsóknir til hans, sumir til þess að
neyta hinna góðu rétta, sem á borð voru bornir, aðrir til þess að
spila fimm kópeka Boston við konu Gavrils, Praskoviu Petrovna,
og enn aðrir til þess að virða fyrir sér dóttur þeirra hjóna, Mariu
Gavrilovna, fölleita, grannvaxna seytján ára mær. Hún var talin
hinn bezti kvenkostur og margur var sá maðurinn, sem mundi enga
fremur hafa kosið sér fyrir tengdadóttur.
Maria Gavrilovna hafði lesið mestu kynstur af frönskum skáld-
sögum og varð því snemma ástfangin. Var það fátækur undir-
lautinant í hemum, sem unnið hafði hug hennar og hjarta, og
kynntust þau, er hann dvaldist í þorpinu í heimferðarleyfi. Það
þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að pilturinn bar jafn-
heita ást í brjósti til Mariu sem hún til hans — og vitanlega vildu
foreldrar mærinnar, sem sáu hvert krókurinn beygðist, hvorki
heyra piltinn né sjá, — honum var vísað á dyr og Mariu bannað
að hugsa frekar um hann.
En elskendurnir skrifuðust á með leynd og hittust daglega á af-
viknum stað, nálægt gamalli kapellu í furuskóginum. Þar hétu
þau hvort öðru ævarandi tryggðum, hörmuðu grimmileg örlög sín,
og ræddu framtíðaráform sín, Er svo hafði fram farið um hríð og
þau höfðu rætt þetta fram og aftur komust þau, svo sem líklegt
má þykja, að þessari niðurstöðu:
Ef við getum ekki lifað hvort án annars, og þrái harðlyndra
foreldra er okkur þrándur í götu, hví skyldum við þá taka tillit til
þeirra?