Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 100

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 100
Alexander Pushkin: Hríðarveður Undir lok ársins 1811, sem lengi mun minnst í sögu þjóðar vorrar, bjó hinn ágæti Gavril Gavrilovitch að ættarsetri sínu Nenaradova. Hann var maður héraðskunnur fyrir góðvild sína og gestrisni. Ná- grannarnir komu tíðum í heimsóknir til hans, sumir til þess að neyta hinna góðu rétta, sem á borð voru bornir, aðrir til þess að spila fimm kópeka Boston við konu Gavrils, Praskoviu Petrovna, og enn aðrir til þess að virða fyrir sér dóttur þeirra hjóna, Mariu Gavrilovna, fölleita, grannvaxna seytján ára mær. Hún var talin hinn bezti kvenkostur og margur var sá maðurinn, sem mundi enga fremur hafa kosið sér fyrir tengdadóttur. Maria Gavrilovna hafði lesið mestu kynstur af frönskum skáld- sögum og varð því snemma ástfangin. Var það fátækur undir- lautinant í hemum, sem unnið hafði hug hennar og hjarta, og kynntust þau, er hann dvaldist í þorpinu í heimferðarleyfi. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að pilturinn bar jafn- heita ást í brjósti til Mariu sem hún til hans — og vitanlega vildu foreldrar mærinnar, sem sáu hvert krókurinn beygðist, hvorki heyra piltinn né sjá, — honum var vísað á dyr og Mariu bannað að hugsa frekar um hann. En elskendurnir skrifuðust á með leynd og hittust daglega á af- viknum stað, nálægt gamalli kapellu í furuskóginum. Þar hétu þau hvort öðru ævarandi tryggðum, hörmuðu grimmileg örlög sín, og ræddu framtíðaráform sín, Er svo hafði fram farið um hríð og þau höfðu rætt þetta fram og aftur komust þau, svo sem líklegt má þykja, að þessari niðurstöðu: Ef við getum ekki lifað hvort án annars, og þrái harðlyndra foreldra er okkur þrándur í götu, hví skyldum við þá taka tillit til þeirra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.