Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 106
104
„Nei, þökk. En rekið á eftir piltinum".
En nú marraði í hjörum og út kom ungur maður, með staf í
hendi.
„Hvað er klukkan?“ spurði Wladimir.
„Það er komið undir birtingu", sagði bóndinn ungi og Wladimir
spurði einskis frekara.
Það var orðið bjart og hanagal kvað við, þegar þeir komu til
Jadrino. Þeir óku til kirkjunnar — en komu að læstum dyrum.
Wladimir greiddi fylgdarmanninum það, sem hann setti upp, og
ók svo til prestssetursins. Sleði prestsins var hvergi sjáanlegur. —
Hvað hafði gerst?
En hverfum nú aftur til Nenaradova og til þeirra, sem þar réðu
húsum. Hvað hafði gerst þar?
Ekkert.
Þegar foreldrar meyjarinnar voru komnir á fætur fóru þau inn
í borðstofuna, Gavril Gavrilovitch með nátthúfuna sína á höfðinu
og í flúnnelsskikkju, en Praskovia Petrovna var búin að smeygja
sér í einn af gömlu kjólunum sínum. Tepotturinn var á borð bor-
inn. Og Gavril Gavrilovitch sendi þernu til þess að spyrja Mariu
hvort hún hefði sofið vel um nóttina. Þernan kom aftur og sagði,
að Maria hefði sofið illa, en henni liði betur og mundi koma niður
þá og þegar. Og Maria Gavrilovna kom líka inn í sömu svifum og
bauð foreldrum sínum góðan daginn.
„Þjáistu enn af höfuðverknum, Masha?“ spurði Gavril Gavril-
ovitch.
„Mér líður betur, pabbi“, sagði Masha.
„Þú hefir andað að þér viðarkolalofti í gærkveldi, — það hefir
slegið niður í reykháfinn", sagði Praskovia Petrovna.
„Það er mjög líklegt, mamma“, sagði Maria.
Fram eftir deginum bar ekkert sérstakt til tíðinda, en undir
kvöldið veiktist Masha skyndilega. Það var sent eftir lækni og
þegar hann kom seint um kvöldið var hún með óráði. Hún hafði
háan hita og í tvær vikur var henni ekki líf hugað.
Það hafði ekki komizt upp um flótta hennar. Bréfin, sem hún
skrifaði, komust aldrei í hendur foreldra hennar, og þernan, sem