Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 108

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 108
106 sömu leið og áður, en til allrar gæfu leið þetta hjá og hafði ekki neinar alvarlegar afleiðingar. Nokkru síðar andaðist Gavril Gavrilovitch, faðir hennar, og erfði hún allar eigur hans, en ekki dró þetta á nokkurn hátt úr sorg hennar. Þær mæðgur syrgðu hann sárt og Maria strengdi þess heit, að yfirgefa aldrei móður sína. Fluttu þær nú frá Nenara- dova, en þaðan áttu þær svo margar daprar minningar, og tóku sér bólfestu á öðru ættarsetri. Maria var enn ung og nú vellauðug, enda hafði hún biðla á hverjum fingri. En hún hafnaði hverju bónorðinu á fætur öðru. Móðir hennar var þess hvetjandi, að hún veldi sér eiginmann úr hópi biðlaskarans, en Maria hristi höfuðið og var mjög döpur. Wladimir var nú ekki lengur í lifenda tölu. Hann dó í það mund, er her Napoleons fór inn í Moskvu. Svo virtist sem Masha héldi minninguna um Wladimir í heiðri, að minnsta kosti var henni allt kært, sem minnti á hann, bækurnar, sem hann hafði lesið og sagt henni frá, myndirnar, sem hann teiknaði, kvæðin, sem hann skrif- aði upp fyrir hana. Eins og að líkum lætur var mikið um þetta rætt í byggðinni — nágrannarnir höfðu komizt á snoðir um sitt af hverju um þetta allt saman, og biðu nú óþreyjufullir eftir því, að hin unga mær sigraðist á þunglyndi sínu, en þá mundi koma í ljós hver hinna mörgu biðia bæri sigur úr býtum. Styrjöldinni var nú lokið með fullum sigri Rússa. Hersveitir vorar komu aftur heim og þeim var vel fagnað. Hornablásturs- flokkar herdeildanna léku sigurlög. Yfirforingjarnir, en sumum þeirra var vart sprottin grön, er þeir fóru í stríðið, voru nú skeggj- aðir orðnir, sem þeir, er farnir eru að reskjast, báru heiðursmerki á brjósti og voru hreyknir af unnum sigrum. Hermennirnir voru hinir skrafhreifnustu og létu óspart fjúka öll þýzk og frönsk orð, sem þeir nú vissu deili á. Viðburðaríkir, ógleymanlegir tímar! Tímar sigurs og andlegs áhuga! Aldrei hafði þetta eina orð — ætt- jörð — vakið slíka hrifni í hugunum! Hversu sælt að hittast aftur. Sameinaðir vorum vér sem aldrei fyrr og ástin á ættjörðinni og zarnum náði hámarki! Og hvílík stund fyrir hann! Konurnar, rússnesku konurnar, voru dásamlegri en nokkru sinni. Þær kveiktu eldiega hrifni í hverjum hug og hrópuðu húrra fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.