Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 113

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 113
111 „Unga stúlkan leit upp eins og í leiðslu, en henni virtist lítast vel á mig. ... Óskiljanleg ófyrirgefanleg léttúð greip mig. Eg tók mér stöðu við hlið hennar fyrir framan prédikunarstólinn. Prest- urinn hafði hraðan á. Þernan og þrír menn studdu hina ungu mær og höfðu ekki hugann við annað. Og presturinn gaf okkur saman. Við vorum hjón. „Kyssist svo sem venja er til“, sögðu giftingarvottarnir. „Konan mín leit upp, náföl, og þegar eg beygði mig niður til þess að kyssa hana, veinaði hún: „Ó, það er ekki hann, það er ekki hann!“ Og í sömu svifum hneig hún í yfirlið. Þeir, sem viðstaddir voru, horfðu á mig eins og lostnir reiðar- slagi, en eg snerist á hæli og fór út úr kirkjunni sem hraðast, henti mér upp í sleðann og kallaði til ekilsins: „Af stað sem skjótast". „Guð minn góður“, sagði Maria Gavrilovna, „og þér vitið ekki hvað varð af vesalings konunni yðar?“ „Eg veit það ekki“, sagði Bourmin, „né heldur veit eg hvað þorpið heitir, þar sem við vorum gefin saman. Þegar þetta bar við hafði eg ekki meiri áhyggjur af þessu ódrengskaparbragði mínu en svo, að eg sofnaði áhyggjulaus í sleðanum og vaknaði ekki fyrr en undir morgun, er við komum að næstu póststöð. Þjónn minn, sem þá var, féll í stríðinu og eg glataði allri von um að hitta nokkru sinni aftur þá konu, sem eg lék svo grátt. Sannarlega hefir mér verið hegnt grimmilega“. „Guð minn góður, guð minn góður“, sagði Maria Gavrilovna og greip í hönd hans, „það voruð þá þér — og þér þekkið mig ekki aftur?“ Bourmin varð fölur sem nár — og varpaði sér á kné fyrir framan hana. (Alexander Pushkin (Sergeevich) var f. 1799, d. 1837, talinn mesta skáld Rússlands. Fyrir hans áhrif hrukku sundur fjötrar stéttarmennsku og tilgerðar fyrirrennara hans og hreinn og látlaus
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.