Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 1
40 22. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 1. desember ▯ Blað nr. 623 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Hrossastóð í haga á vetrardegi í Flóahreppi. Hestamenn hafa fagnað uppskeru ársins að undanförnu þar sem bæði hross og menn hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu. – Sjá nánar á bls. 7, 26, 54 og 55. Mynd / Hulda Finnsdóttir Loftslagsmál: Fyrsta sala vottaðra kolefniseininga Í ágúst á þessu ári var gefin út tækniforskrift um kolefnisjöfnun eftir ákall frá aðilum á markaði. Nú er búið að skilgreina hvað þarf til þess að fyrirtæki og stofnanir geti jafnað út sína losun og hvaða skilyrðum þarf að fullnægja til að geta haldið fram kolefnishlutleysi. Tækniforskriftin er viðauki við ISO staðal um gróðurhúsalofttegundir og er gefin út af Staðlaráði Íslands – sem er hluti af alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO. Nú þegar hefur farið af stað vinna við að votta loftslagsverkefni, af þar til bærum vottunaraðilum, samkvæmt tækniforskriftinni. Fyrirtækið Yggdrasil Carbon á Egilsstöðum var með fjögur skógræktarverkefni í gangi í sumar og er þess vænst að vottaðar kolefniseiningar úr þeim verkefnum fari í söluferli í desember – líklegast þær fyrstu sem fylgja forskriftinni. Sjálf gróðursetningin og framkvæmd hennar fylgir ýmist kröfusetti frá Skógarkolefni eða Gold Standard, eftir því hver verkkaupinn er. Staðfestingin á að skilyrði til framleiðslu kolefniseininga séu eins og lagt var upp með og leiðarvísir fyrirtækjanna sem hyggjast nýta þær einingar í átt að kolefnishlutleysi fylgir áðurnefndri tækniforskrift. Nokkur lykilatriði í tækniforskriftinni eru m.a. þau að einungis er hægt að framleiða kolefniseiningar úr verkefnum sem gefa einhverja viðbót við núverandi kolefnisbindingu eða draga úr núverandi losun. Gamlir skógar munu því ekki gefa af sér kolefniseiningar – þó þeir bindi kolefni. Annað lykilatriði er að fyrirtæki eða stofnun sem ætlar að kolefnisjafna sig þarf að fara í allar mögulegar aðgerðir til að draga úr sinni losun. Þegar sýnt hefur verið fram á þann samdrátt með aðgerðaáætlun er hægt að fara í aðgerðir til að kolefnisjafna það sem út af stendur með því að ráðast í loftslagsverkefni eða kaupa kolefniseiningar. Þriðja atriðið sem skiptir máli er að hver kolefniseining er með ártal og er einungis hægt að nota einu sinni. Skógræktarverkefnið sem Yggdrasil Carbon fór í í sumar, og önnur verkefni af sama meiði, munu ekki gefa af sér vottaðar einingar fyrir árið í ár – heldur er skógurinn 50 ár að ná ætlaðri bindingu og fyrstu einingarnar verða fullgildar eftir átta ár. Þetta eru því einingar í bið og munu eigendur ekki geta notað þær á móti sinni losun fyrr en þeirra ár rennur upp. Bændablaðið setti sig í samband við nokkra aðila sem komu að gerð tækniforskriftarinnar og voru þeir flestir sammála um að kolefnisbinding og framleiðsla kolefniseininga verði mikilvæg tekjulind fyrir jarðeigendur. Nú þegar ramminn um kolefnisjöfnun er orðinn skýrari og Ísland er búið að lögfesta markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 má reikna með að aukin hreyfing verði í þessum efnum. /ÁL Sjá nánar á bls. 20–21. Minkur til Danmerkur Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja minkaeldi þar í landi. Erik Vammen er staddur hér á landi til að kaupa um 3.000 minkalæður og nokkra högna til að flytja til Danmerkur í þeim tilgangi að endurreisa greinina. Öllum minkum í Danmörku var lógað í kjölfar þess að Covid-19 smit fannst í eldisminkum þar seint á árinu 2020. Vammen segir að þrátt fyrir að samkvæmt lögum megi hefja minkaeldi í landinu aftur um næstu áramót sé enn margt óljóst í því sambandi. „Stjórnvöld í Danmörku hafa ekkert gert til að aðstoða okkur sem stefnum að því að hefja eldið aftur og svara ekki spurningum sem tengjast innflutningi á minkum frá Íslandi. Við vitum til dæmis ekki hvort við verðum að láta Covid- greina hvern einasta mink sem stendur til að flytja til Danmerkur eða ekki, þrátt fyrir að það hafi ekki komið upp Covid-smit í íslenskum minkum.“ Nánast allir loðdýrabændur, sem voru yfir þúsund í landinu, undirrituðu samning við ríkið þar sem þeir samþykktu að selja býlið sitt og hefja ekki minkaeldi aftur í tíu ár. Að sögn Vammen snerist raunveruleg ástæða fyrir því að öllum minkum var lógað í Danmörku aldrei um Covid eða lýðheilsu. „Ástæðan var persónuleg andstaða Mette Frederiksen forsætisráðherra á loðdýraeldi, enda tók hún nánast einhliða ákvörðum um að leggja greinina í rúst. Svo ekki sé talað um klúðrið og kostnaðinn sem fylgdi framkvæmdinni.“ Gangi áformin eftir verða fyrstu minkarnir sendir út skömmu eftir miðjan janúar næstkomandi. /VH Sjá nánar bls. 22–23. Sviðin jörð í Úkraínu Veruleiki bænda og staða landbúnaðar í Úkraínu í dag er hörmuleg, segir Olga Trofimtseva, fyrrverandi landbúnaðarráðherra landsins, en hún var stödd hér á landi á dögunum í tilefni Matvælaþings. Mikil eyðilegging blasir við á landbúnaðarsvæðum í suður- og austurhluta landsins. Skepnur eru dauðar, húsnæði ónýtt og akrar brunarústir. Hún nefnir sérstaklega svæði kringum hernumdu borgina Kherson, sem var nýlega frelsuð eftir að hafa verið undir stjórn Rússa frá fyrstu viku innrásar. Vatnsveitur og öll orkukerfi svæðisins eru eyðilögð. Eitt stærsta alifuglabú í Suður- Úkraínu var í héraðinu. Þar voru um fjórar milljónir fugla. Þegar Rússar tóku yfir svæðið rufu þeir rafmagn að búinu og hafa síðan ekkert gert. Allir fuglarnir hafa líklega drepist á innan við 48 tímum án rafmagns, loftræstingar og ljóss. Hræ fjögurra milljón fugla hafa því legið þarna síðan þá og Olga segir aðkomuna hafa verið hörmulega, hún talar um vistfræðilegt stórslys. Landbúnaður ríkisins var í miklum blóma fyrir innrás Rússa. Það sýndi sig í sífellt auknum útflutningi á matvælum. Olgu telst til að 17–18% af landsframleiðslunni hafi flokkast sem landbúnaðar- og matvælaframleiðsla og að rúmlega 44% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar hafi komið til vegna útflutnings landbúnaðarvara. Beint tjón landbúnaðarins vegna innrásarinnar er metið á um 6,6 milljarða bandaríkjadala en óbeint tjón nemur 34 milljörðum dala, samkvæmt útreikningum Kyiv School of Economics. /ghp Sjá nánar á bls. 32–33. 26 Upplifði drauminn Vörður drottningar í Landeyjum Tuttugu og sjö ára rennsli 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.