Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Nú þegar aðventan eða jólafastan gengur í garð fara áhugasamir jólaunnendur að huga að því að skreyta hús sín og híbýli fallega fyrir jólin. Þá er nú ekki úr vegi að muna eftir því að víðs vegar um landið hafa vaxið upp ljómandi fallegir skógar sem eru mikilvæg uppspretta margvíslegra afurða. Augljósasta skógarafurðin fyrir jólin eru auðvitað jólatré. Algengasta jólatréð úr íslenskum skógum er stafafura, enda stendur hún vel og lengi innanhúss yfir jólin, heldur barrinu og gefur frá sér ferskan skógarilm sem er upplífgandi innan um ilm af heitu súkkulaði og jólasmákökum. Aðrar lykiltegundir jólatrjáa úr íslenskum skógum eru blágreni og rauðgreni. Blágrenið með sitt fallega bláleita og mjúka barr hefur verið að sækja í sig veðrið sem jólatré enda er einkar þægilegt að hengja jólakúlurnar á greinarnar. Rauðgrenið er fínlegt og formfagurt jólatré og ilmar mikið en þarf aðeins meiri umhirðu þegar heim í stofu er komið til að tryggja að trén haldi vel barrinu. Skógræktin og skógræktar félög um land allt bjóða þessi fallegu tré til kaups en einnig bjóða þessir aðilar fólki að fara út í skóg með sög og saga sitt eigið tré. Svo virðist sem þessir aðilar séu með sérsamninga við jólasveinana því oftar en ekki láta þeir sjá sig hjá skógræktarfólkinu og jafnvel er boðið upp á kakó og piparkökur. Það er því frábær skemmtun fyrir unga sem aldna að fara að sækja sér sitt eigið íslenska jólatré úr skóginum. Best er að fylgjast vel með auglýsingum um það hvenær skógarnir eru opnir. Torgtré og vinabæjatré Sá skemmtilegi siður hefur verið haldinn í heiðri um áratugaskeið að vinabæir í nágrannalöndum okkar sendi íslenskum vinabæ sínum jólatré fyrir jólin. Oft voru þetta ákaflega stór og mikil tré og vöktu mikla aðdáun hérlendis. Nú er svo komið að flest þessi vinabæjartré eru ekki lengur flutt milli landa með ærinni fyrirhöfn og háu kolefnisspori heldur eru þau höggvin í íslenskum skógum, enda eru þeir löngu vaxnir úr grasi. Fjölbreyttar skógarafurðir Ýmsar aðrar afurðir sem nýtast til skreytinga á aðventunni koma einnig úr skógunum okkar. Þar eru fyrstar á blaði sígrænar greinar til skreytinga og eru þar oftast ýmsar tegundir í boði. Greinarnar eru gjarnan notaðar í kransa, krossa á leiði og í ýmsar minni skreytingar. Viðarplattar eða sneiðar af margvíslegum trjátegundum eru einnig skemmtilegt skreytingaefni, ekki síst ef börkurinn er fallegur og nýtur sín sem hluti af skreytingunni. Tröpputré eru mjög skemmtilegt fyrirbæri en það eru lítil tré sem hafa verið hoggin og neðri endinn festur í viðarhnall þannig að þau standa stöðug á tröppunum utanhúss. Þau geta staðið heillengi og jafnvel hægt að skella á þau nokkrum páskafjöðrum fyrir páskana, ef vill. Ekki má gleyma könglunum en þeir eru ótrúlega fjölbreytt og fallegt náttúruskraut sem má nota í margvíslegum skreytingum, hvort heldur sem er náttúrulega brúna eða úða þá með fallegum jólalit eða jafnvel glimmeri. Fyrir þá sem hafa kamínu eða arin í stofunni heima við er nauðsynlegt að eiga góðan eldivið og að sjálfsögðu kemur hann líka úr skóginum. Aðventan er tími tilhlökkunar og fjölskyldusamveru. Hluti af upplifun jólanna er að njóta þess að ganga út í skóg og upplifa vetrarfegurð skógarins og svo er tilvalið að flytja lítinn hluta af þessari upplifun heim í stofu, í formi jólatrés, arinelds og fallegra skreytinga. Njótum aðventunnar, gleðileg jól! Jólasveinarnir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. GARÐYRKJAN Skógarafurðir á aðventunni Jólastemning í desember. Mynd / Björgvin Örn Eggertsson KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Byggðasaga Skagafjarðar heildarútgáfa 1.-10. bindi. Tíunda bindið kostar kr. 10.000. Eldri bindi kr. 6.000 stk. Tilboðsverð, öll bindin 1.–10. á aðeins 50.000 kr. Sögufélag Skagfirðinga kt: 640269 - 4649 banki: 0310 - 26 - 017302. Upplýsingar og pantanir í síma 453 6261 / 897 8646 eða á saga@skagafjordur.is Frí heimsending ef keyptar eru tvær bækur eða fleiri. Sagan hefst árið 1886 þar sem söguhetjan, Þuríður Guðmundsdóttir vinnukona, stendur ásamt frændfólki sínu og bíður skips. Hún er á förum til Ameríku, 36 ára gömul. Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fæst í öllum helstu bókabúðum og hjá höfundi: sveinsy47@gmail.com Heimildaskáldsagan Aldrei nema vinnukona er sjálfstætt framhald bókarinnar Aldrei nema kona sem kom út 2020. Allar nánari upplýsingar um Jólamarkaðinn í Heiðmörk, Jólaskóginn á Hólmsheiði og jólatrjáasölu á Lækjartorgi má finna á heidmork.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.