Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 UMFJÖLLUN Á Dalsbúinu í Helgadal eru að jafnaði um 12.500 minkar í eldi. Undanfarið hafa verið pelsuð milli níu og tíu þúsund skinn. Eftir að pelsun lýkur verður stofninn um 2.300 paraðar læður. Ásgeir Pétursson loðdýrabóndi segir að eftir að pelsun lýkur hefjist næsta eldistímabil. „Hvolparnir fæðast um mánaðamótin apríl og maí og aldir í sjö mánuði eða fram í nóvember þegar þeim er slátrað, sem er aðeins lengri tími en tekur með lömbin.“ Uppboð í Finnlandi „Skinnin af minkunum sem við erum að slátra núna fara öll á uppboð hjá Saga í Finnlandi. Það verða uppboð á skinnum sem eftir eru hjá Köbenhagen Fur í lok febrúar, í apríl, í júní og í lok september. Uppboðstíminn í Finnlandi er sá sami að því undanskildu að Finnarnir eru líka oftast með uppboð í desember. Skinnum frá Íslandi verður safnað tilbúnum og merktum í fjörutíu feta gám og þau fara á uppboðið hjá Saga í febrúar næstkomandi og svo á önnur uppboð út árið. Danir eiga átján milljón skinn eftir og hugmyndin er að deila sölunni þannig að það fara tíu milljón skinn á markað á næsta ári, tvær og hálf milljón skinn á hvort uppboð, og átta milljón skinn á árinu 2024. Þegar búið er að selja þau skinn er Saga eini aðilinn í Evrópu sem selur skinn á uppboði,“ segir Ásgeir. Uppboð sem haldin voru í september síðastliðnum voru þau fyrstu í tæp þrjú ár þar sem kaupendur máttu koma í uppboðshúsin. „Á uppboðum í september voru mest í boði undirsortarskinn en ekki mikið af gæðaskinnum. Hugmyndin með því var að skapa skort á góðum skinnum þar sem framleiðslan hefur verið að minnka um allan heim og hækka þannig verðið.“ Óvild og aðfarir Ásgeir segir að hann telji aðförina og óvildina sem loðdýrabændur hafi mátt þola undanfarin ár sé sú harkalegasta sem nokkur grein í landbúnaði eða iðnaði hafi mátt þola og hrein útrýmingarstefna í gangi hvað greinina varðar. „Ekki er nóg með að forsætis­ ráðherra Dana hafi bannað loðdýraeldi í landinu á mjög skrítnum forsendum heldur tóku kanslari Austurríkis og forsætisráðherra Hollands sig saman og lýstu því yfir að þeir ætluðu að útrýma loðdýraeldi í Evrópusambandinu.“ Skinn eru 100% náttúruleg vara „Á sama tíma og farga á loðdýrum skipulega og með öllum ráðum sem hægt er, er verið að tala um Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Á Dalsbúinu í Helgadal eru að jafnaði um 12.500 minkar í eldi. Undanfarið hafa verið pelsuð milli níu og tíu þúsund skinn. Eftir að pelsun lýkur verður stofninn um 2.300 paraðar læður. Vilja flytja lifandi minka til Danmerkur Danski loðdýrabóndinn Erik Vammen er staddur hér á landi til að athuga með kaup og flutning á hvolpalæðum og högnum sem fæddust í vor til Danmerkur. Læðurnar eru hluti af kaupum Dana á lifandi dýrum til að endurreisa minkaeldi í landinu. Ýmislegt er enn óvíst um leyfi til að flytja dýrin inn til Danmerkur. Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu stafi ekki ógn af endurreisn minkaeldis í landinu. Stjórnvöld hafa tilkynnt að reglugerð sem lagði bann við loðdýraeldi falli úr gildi um áramót. Endurreisn búgreinarinnar, með hertum sóttvarnarreglum og takmörkun á stærð, á því að vera möguleg. Margt enn óljóst Vammen segir að þrátt fyrir að fengist hafi leyfi til að flytja minkana frá Íslandi til Danmerkur sé margt enn óljóst. Hann segir að stjórnvöld í Danmörku geri ekkert til að aðstoða bændur til að byggja upp eldið að nýju og svari ekki spurningum sem snerta innflutning á lifandi dýrum. „Við vitum til dæmis ekki enn hvort við verðum að Covid­greina hvern einasta mink áður en leyfi fæst til að flytja hann inn í landið þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi ekki greinst í íslenskum minkum. Satt best að segja hef ég á tilfinningunni að þrátt fyrir að stjórnvöld segist vilja hefja eldið aftur séu það orðin tóm.“ Hugmyndin var að kaupa hér á landi um 3.000 læður og nokkra högna sem fæddust í vor en það er óvíst hvort við fáum svo mörg dýr vegna þess hversu áliðið er á eldistímabilið. Danir eru einnig að skoða kaup á læðum frá Grikklandi, Spáni, Póllandi og Finnlandi og er það gert til að auka erfðabreytileika innflutta eldisstofnsins. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að finna leið til að flytja minkana lifandi til Danmerkur. Flutningur með flugi er allt of dýr og framan af fengum við þau svör frá Smyril Line að þeir gætu ekki flutt dýrin en fyrir skömmu breyttist afstaða þeirra og ef allt gengur að óskum verða minkarnir fluttir til Danmerkur 21. janúar næstkomandi. Vammen vill ekki gefa upp nákvæmt verð fyrir minkana en að 50 evrur, tæpar 7.300 krónur á núverandi gengi, fyrir hverja læðu og eitthvað hærra fyrir högna láti nærri en að það fari að sjálfsögðu eftir gæði dýranna. Hann segir íslenska minkabændur hafa verið dönskum kollegum sínum mjög velviljaðir og ekki verðlagt dýrin mjög hátt til að auðvelda þeim kaupin. Öllum minkum í Danmörku lógað Í kjölfar þess að Covid­19 smit fannst í eldisminkum í Danmörku seint á árinu 2020 var ákveðið að lóga og farga um sjö milljónum minka þar í landi. Ákvörðunin var umdeild og danskir loðdýrabændur mótmæltu henni og sögðu hana vanhugsaða og öfgakennda. Stjórnvöld stóðu föst á sínu og öllum mink í Danmörku var lógað og fargað á nokkrum vikum. Vammen neitaði lengi að lóga sínum dýrum og að hans sögn höfðu fulltrúar dýralækna, lögreglu og meira að segja hersins samband við hann í kjölfarið og fóru fram á að hann lógaði dýrunum. „Ég lét undan að lokum eftir að mér var tjáð að dýrunum yrði lógað, hvort sem mér líkaði betur eða verr, og að ég fengi engar bætur ef ég gæfi ekki undan. Dýrunum mínum var lógað í febrúar 2021 og það voru síðustu minkarnir í Danmörku. Raunveruleg ástæða fyrir því að öllum minkum var lógað í Danmörku snerist aldrei um Covid eða lýðheilsu. Ástæðan var persónuleg andstaða Mette Frederiksen forsætisráðherra á loðdýraeldi, enda tók hún nánast einhliða ákvörðun um að leggja greinina í rúst. Svo ekki sé talað um klúðrið og kostnaðinn sem fylgdi framkvæmdinni.“ 15 minkabændur eftir Að sögn Vammen eru einungis fimmtán bændur eftir í Danmörku sem hafa leyfi til að stunda minkaeldi. „Nánast allir loðdýrabændur, sem voru yfir þúsund í landinu, undirrituðu samning við ríkið þar sem þeir samþykkja að selja býlið sitt og hefja ekki minkaeldi aftur í tíu ár.“ Vammen er einn þeirra fimmtán sem ekki skrifaði undir samninginn og að hans sögn gerði hann það ekki vegna þess að mörg ákvæði í honum eru mjög óljós. „Upphæð bóta kemur hvergi fram og því óljóst hvað menn bera úr býtum og mér óskiljanlegt hvers vegna svo margir skrifuðu undir samninginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef eru enn sem komið er einungis 25 fyrrverandi loðdýrabændur til skoðunar hjá stjórnvöldum vegna útgreiðslu bóta og enginn enn sem komið er fengið krónu og líkast því sem stjórnvöld haldi að sér höndum með greiðslur.“ Staða eldis í framtíðinni óljós „Staða greinarinnar og uppbyggingar minkaeldis í Danmörku er því óljós. Það er dýrt að byrja aftur og það verður erfitt án aðkomu stjórnvalda. Annað sem ekki hefur verið skoðað er hvað á að gera við öll yfirgefnu minkaeldishúsin. Ef öll húsin væru sett í röð mundu þau ná frá nyrsta hluta Danmerkur að syðsta odda Ítalíu. Þrátt fyrir að húsin sé mörg sérhæfð er í dag bannað að nota þau undir minkaeldi samkvæmt samningnum sem flestir bændur gerðu við stjórnvöld. Það eru því yfir eitt þúsund tóm minkahús í Danmörku sem ekki má nota til minkaeldis. Húsin henta illa til annarra nota og það er dýrt að rífa þau. Í sumum þeirra má líklega stunda eldi á kjúklingum og sum er hægt að nota sem geymslur undir hjólhýsi og húsbíla en alls ekki öll. Við verðum einnig að líta til þess að nánast allri hliðarstarfsemi minkaeldisins, eins og þjónusta við það og fóðurframleiðsla, var líka hætt og að það stendur til að loka uppboðsmarkaði Köbenhagen Fur þegar búið er að selja síðustu skinnin.“ Vammen segir að hluti fóðurframleiðendanna hafi fengið bætur og lokað en aðrir hafi snúið sér að framleiðslu gæludýrafóðurs eða lífrænna orkugjafa. „Meðan á eldinu stóð notuðu danskir bændur úrganginn frá minkabúunum sem lífrænan áburð sem þeir fengu ódýrt og jafnvel fyrir ekki neitt en í dag er skortur á húsdýraáburði í Danmörku og hann er fluttur inn þurrkaður frá Brasilíu og víðar og er mjög dýr.“ Bestu skinn í heimi „Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og mótlæti þá er ég sannfærður um að við getum endurreist minkaeldi í Danmörku. Það á eftir að taka tíma og ég tel ólíklegt að við getum framleitt eins mikið og áður. Dönsk loðdýraframleiðsla var sú besta í heimi og ég efast ekki um að við náum þeim stalli aftur, bara með minna magni.“ Vammen segir að dönsk stjórnvöld vilji fremur borga bændum til að hætta búskap en að endurreisa greinina og vegna þess hafi komið upp hugmyndir um að erlendir fjárfestar leggi minkabændum í Danmörku lið. „Þeir gera sér grein fyrir því að þekkingin er til staðar og því um góða fjárfestingu að ræða til lengri tíma.“ Danski loðdýrabóndinn Erik Vammen. Ásgeir Pétursson loðdýrabóndi í þurrkklefanum. Myndir / VH Loðdýraeldi: Hátt í tíu þúsund dýr pelsuð Minkar tilbúnir til pelsunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.