Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Á FAGLEGUM NÓTUM Baráttan við sýklalyfjaónæmi: Hvað getum við öll lagt af mörkum? Í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja 18.-24. nóvember vill Matvælastofnun vekja athygli á að ný lög um dýralyf, sem byggja á Evrópureglugerð, hafa tekið gildi á Íslandi. Þar kemur skýrt fram að ekki skuli beita sýklalyfjum reglulega eða nota þau til að bæta fyrir lélega hollustuhætti, ófullnægjandi dýrahald, skeytingarleysi eða til að bæta fyrir lélega bústjórn. Lengi hefur verið bannað að nota sýklalyf sem fyrirbyggjandi meðferð (e. prophylaxis) nema í undantekningartilvikum. Slíkar undantekningar væru þá fyrir stök dýr, eða takmarkaðan fjölda dýra, þegar hætta á sýkingu eða smitsjúkdómi er mjög mikil og líklegt að afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir dýrin. Lögin segja einnig að einungis skuli nota sýklalyf til verndarmeðferðar (e. metaphylaxis) þegar hætta á útbreiðslu sýkingar eða smitsjúkdóms innan hóps dýra er mikil og þegar engir aðrir viðeigandi kostir eru tiltækir. Verndarmeðferð er skilgreind sem lyfjagjöf til hóps dýra eftir að greining á klínískum sjúkdómi hefur verið staðfest í hluta hópsins með það fyrir augum að meðhöndla klínískt veiku dýrin og hefta útbreiðslu sjúkdómsins til dýra sem þau eru í náinni snertingu við og sem eru í hættu og gætu þegar verið með forklíníska sýkingu. Hversu útbreidd er notkun sýklalyfja í nýfædd lömb hér á landi? Hérlendis er vel þekkt að sýklalyf eru notuð reglulega gegn slefsýki af völdum E. coli sýkingar í nýfædd lömb ár hvert með því að gefa þeim svokallaðar „lambatöflur“. Þar er um að ræða lyf sem eingöngu eru markaðssett til notkunar í hunda og ketti. Samkvæmt sölutölum er áætlað að um 7% seldra pakkninga af sýklalyfjum til dýralækninga á Íslandi séu „lambatöflur“. Matvælastofnun hefur undanfarin ár unnið að vitundarvakningu meðal bænda og dýralækna um þessa útbreiddu notkun á sýklalyfjum í unglömb. Matvælastofnun hefur greint notkun „lambataflna“ á árunum 2020-2022 með útreikningum byggðum á sölutölum að vori og fjölda fæddra lamba sem komast á legg. Í útreikningunum var gert ráð fyrir að hvert lamb hafi fengið ¼ af 250 mg töflu eða eina 50 mg töflu. Samkvæmt því fengu 66% lambatöflur árið 2020, hlutfallið fór í 59% árið 2021 og stendur í stað árið 2022. Þannig er vísbending um að notkunin sé að dragast saman en samt sem áður er notkun á „lambatöflum“ mjög útbreidd í íslenskum sauðfjárbúskap. En hver er raunveruleg þörf fyrir verndarmeðferð gegn slefsýki? Frekari rannsóknir á orsökum og útbreiðslu slefsýki eru nauðsynlegar þannig að bændur og dýralæknar geti markvisst unnið gegn sjúkdómnum án þess að grípa þurfi til sýklalyfja. Nýlega fékk rannsóknarteymi á Keldum úthlutað styrk frá matvælaráðuneytinu til rannsóknar á E. coli stofnum í unglömbum. Stefnt er að því að safna hræjum af allt að 5 daga gömlum lömbum sem drepast úr slefsýki eða skitu næsta vor til stofnagreiningar. Samstarf við bændur og dýralækna er mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Geta bændur beitt öðrum aðferðum til þess að fyrirbyggja sjúkdóminn? Lengi hefur verið ljóst hvað þarf til þess að minnka smitálag á sauðburði, hreinleiki, aðbúnaður, þéttleiki o.s.frv. eru allt atriði þar sem menn geta bætt og eru atriði sem vega þungt til að fyrirbyggja sjúkdóminn. Önnur fyrirbyggjandi aðgerð sem hefur reynst vel er að gefa lömbum Lamboost við fæðingu. Tilraun sem gerð var á Hesti í Borgarfirði síðastliðið vor bendir til þess að það hafi svipaða virkni og að gefa sýklalyf. Einnig nota margir þá aðferð að gefa lömbum AB-mjólk við fæðingu með ágætum árangri. Nokkrir bændur prófuðu síðastliðið vor að nota bóluefni gegn E. coli sem skráð er fyrir svín. Misjafnar skoðanir eru á árangri bólusetningarinnar og miðað við kostnað bólusetningar er óvíst að það svari kostnaði. Af hverju er mikilvægt að minnka sýklalyfjanotkun? Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er talin ein helsta heilbrigðisógn manna og dýra í dag og er notkun sýklalyfja talinn sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á uppkomu ónæmra sýkla. Of mikil eða röng notkun eru þar helstu áhættuþættirnir. Því er mikilvægt að leggja áherslu á rétta notkun sýklalyfja jafnframt því að draga úr notkun þeirra eins mikið og mögulegt er. Megináherslan ætti að vera á aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að þörf sé á notkun sýklalyfja. Matvælastofnun hvetur bændur til að huga að því hvar hver og einn getur lagt sitt af mörkum í þessari baráttu. Við höfum öll hlutverki að gegna! Guðrún Lind Rúnarsdóttir, fagsviðsstjóri lyfjamála Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis Hérlendis er vel þekkt að sýklalyf eru notuð reglulega gegn slefsýki af völdum E. coli sýkingar í nýfædd lömb ár hvert með því að gefa þeim svokallaðar „lambatöflur“. Mynd / MAST Í ágúst sl. sótti ég ásamt Ólafi Dýrmundssyni Internorden ráðstefnu sem var haldin í Skövde í Svíþjóð. Ég sótti ráð- stefnuna fyrir Íslands hönd en Internorden er s ams ta r f s ve t t - vangur Norður- landaþjóða um sauðfjár- og geit- fjár rækt. Upp haf- lega voru aðeins ráðunautar frá hverju landi sem sóttu ráðstefnuna en í seinni tíð hafa vísindamenn frá landbúnaðarháskólum, dýralæknar og bændur einnig sótt ráðstefnurnar, sem styrkir ráðstefnuna enn frekar. Síðasta ráðstefna var haldin hér á Íslandi sumarið 2018. Fyrirhugaður fundur 2020 féll niður vegna heimsfaraldurs Covid. Á ráðstefnunni í sumar voru ríflega 30 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum utan Grænlands ásamt því að gestafyrirlesari var frá Englandi. Á ráðstefnunni í sumar var áherslan lögð á heilsu og velferð sauðfjár auk loftslagsmála, ásamt yfirlitserindi frá hverju landi. Ég var þarna með tvö erindi, annað um stöðuna á Íslandi í dag og hitt um átaksverkefnið varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár. Öll erindin eru aðgengileg á heimasíðu Svenska Fåravelsförbundet Ef ég stikla á stóru úr þeim erindum sem voru flutt þá hafa Norðmenn verið að sinna rannsóknum á metanlosun frá sauðfé. Fyrstu niðurstöður í því verkefni sýna að þar sé eiginleiki sem hægt sé að vinna með í ræktunarstarfi þar sem arfgengi metanlosunar er 0,17. Í Svíþjóð hafa verið unnar yfirgripsmiklar rannsóknir á gæðaþáttum dilkakjöts. Hafa þeir útbúið gagnabanka sem heitir „Lammlyftet“ sem er í anda bæklingsins „Frá fjalli að gæðamatvöru“ og var gefinn út hér fyrir nokkrum árum. Fram kom í þessu verkefni að síðustu tvær vikurnar fyrir slátrun þurfa gripirnir að vaxa a.m.k. 100 gr/dag til að gæðaþættir kjötsins séu í lagi. Þegar kemur að velferðarmálum kynnti Niclas Högberg rannsóknir sem hann hefur unnið að í sínu doktorsnámi og snúa að því að setja skynjara á sauðfé sem meta virkni þeirra á beitarsvæði (ekki ólíkt beiðslisgreini á kúm). Bóndinn fær meldingu ef gripur hreyfir sig ekki nógu mikið sem bendir þá til þess að hann sé eitthvað veikur og þurfi mögulega meðhöndlun. Liz Genever, ráðunautur á Englandi, flutti gott yfirlitserindi um stöðuna þar og hvaða áskoranir eru fram undan í breskum landbúnaði á komandi árum. Í öllum yfirlitserindum um stöðuna í sauðfjárrækt í hverju landi fyrir sig kom fram að samdráttur sé í framleiðslu sauðfjárafurða frá því sem verið hefur undanfarin ár. Jafnframt var farið í heimsóknir á tvö sauðfjárbú í nágrenni Skövde. Annars vegar á Torans Fårgård sem er með 70 kindur af Gotlandskyni og láta ábúendur súta öll skinn fyrir sig og selja beint frá býli. Þess utan eru bændurnir á bænum dýralæknar og vinna við það utan bús. Það var mjög gaman að koma þangað og áhugavert að sjá að þau létu setja sólarsellur á hlöðuþak á búinu fyrir þremur árum sem nú malar gull þegar orkuverð er í hæstu hæðum á meginlandinu. Þakið nær að fanga 16.000 kwst á ári sem þau selja á sameiginlegt flutningsnet. Fyrir hverja kwst fá þau greiddar 1,32 sænskar krónur en þegar sólarsellurnar voru settar upp var verðið sem þau fengu 20 aurar á hverja kwst. Jafnframt var farið í heimsókn á Daltorp Igelstorp sem er með 100 ær af Suffolk kyni. Það sem einkennir flesta þá sem halda sauðfé í Svíþjóð er að þeir eru að reyna að nýta þær byggingar sem til eru á jörðunum og voru byggðar fyrir mörgum árum síðan, jafnvel í öðrum tilgangi en að hýsa fé. Næsti Internorden fundur er áætlaður árið 2024 í Finnlandi. Internorden samstarfið er mjög hagnýtt, sérstaklega til að byggja upp tengsl og miðla upplýsingum milli landa því við erum í grunninn að fást við svipaða hluti í öllum löndum. Eftir samtöl við kollega þarna úti þá þurfum við að gera meira í því á Íslandi að birta niðurstöður um það sem við erum að fást við á ensku, svo umheimurinn viti hvað við erum að gera. Við erum að gera marga hluti mjög vel en þeir sem lesa íslensku eru ekki stór markhópur. Okkur finnst t.d. sjálfgefið að nota sæðingar, bændur sæði sjálfir og árangurinn sé sá sem við náum hér. Þetta er atriði sem öðrum þjóðum finnst mjög áhugavert en þar sem ekki liggur mikið af niðurstöðum fyrir á öðru en íslensku er þessi árangur ekki á almanna vitorði. Á næsta fundi í Finnlandi 2024 væri tækifæri til að skipuleggja til hliðar einhverja bændaferð fyrir íslenska bændur með heimsóknir á finnsk bú í huga. Ef einhverjir eru áhugasamir um slíkt má setja sig í samband við undirritaðan. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML. Internorden 2022 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Facebook og Instagram Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði Smáauglýsingar bbl.is Hafa áhrif um land allt! Jólablaðið kemur út 15. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.