Bændablaðið - 01.12.2022, Page 60

Bændablaðið - 01.12.2022, Page 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 LESENDARÝNI Dagana 1.-4. nóvember sl. tóku fjórtán íslenskir frjótæknar þátt í endur menntunar- námskeiði hjá n a u t g r i p a - ræktarfélaginu VikingDanmark og fór það fram í Álaborg á Jótlandi. Námskeiðið var haldið að frumkvæði Frjótæknafélags Íslands og hafði A n d r i M á r S i g u r ð a r s o n , frjótæknir hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og formaður félagsins, forgöngu að því. Ásamt Andra kom Baldur Helgi Benjamínsson, kúabóndi og kynbótafræðingur á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, að skipulagningu námskeiðsins, í samráði við framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Búnaðarsambands Suðurlands, Búnaðarsamtaka Vesturlands og forstöðumann Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Um uppsetningu námskeiðsins og skipulagningu ytra sá Niels Haulrik Kristiansen, endurmenntunarstjóri VikingDanmark. Nokkrir makar voru með í för og alls taldi hópurinn sem fór utan 19 manns. Góð kennsluaðstaða Námskeiðið fór að mestu fram í aðstöðu sem VikingDanmark (VD) hefur komið sér upp við nautgripasláturhús samvinnu félagsins Danish Crown, sem staðsett er í austurhluta Álaborgar. Þar er 4-500 gripum slátrað daglega, alla virka daga, og fjöldi starfsmanna er 135. Við hlið griparéttarinnar er kennsluaðstaða þar sem bóklegur hluti námskeiðsins fór fram. Verklegi hlutinn fór fram í réttinni sjálfri, þar er rúmgott svæði þar sem hægt var að koma fyrir sextán kúm í einu í læsigrindum. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Line Fruegaard, dýralæknir hjá VD, áðurnefndur Niels Haulrik Kristiansen og Ágústa Sigurjónsdóttir, frjótæknir hjá VD og búfræðingur frá Hvanneyri 1996. Um tíu öðrum frjótæknum var svo fylgt eftir við dagleg störf. VikingDanmark er ræktunarfélag nautgripabænda í Danmörku sem rekið er sem samvinnufélag um sæðingastarfsemina. Það á síðan 50% hlut í Viking Genetics, á móti FABA í Finnlandi (25%) og Växa í Svíþjóð (25%) en það félag heldur utan um kynbótastarfið og rekur nautastöðina í Assentoft á Jótlandi, þar sem um 375 naut frá löndunum þremur eru haldin og sæðistaka og kyngreining sæðis fer fram. Notkun á kyngreindu sæði er orðin mjög útbreidd í Danmörku og t.d. í Jersey kúnum er hún nærri allsráðandi. Gert er ráð fyrir að innan fimm ára verði notkun á hefðbundnu sæði orðin hverfandi lítil. Upprifjun í líffærafræði Fyrsti námskeiðsdagur fór í upprifjun á líffæra- og lífeðlisfræði, ásamt helstu atriðum sem tengjast frjósemi nautgripa. Fengu þátttakendur ítarlega kennslu í gangferli kúa, og stöðu á eggjastokkum og lærðu að meta með miklu öryggi hvar kýrin er stödd í gangferlinum út frá stöðu eggbús og gulbús, ásamt mati á blöðrum á eggjastokkum. Einnig fengu þeir mjög góða kennslu í fangskoðun og mati á aldri fósturs í viðkomandi kú með aðferðum sem þátttakendur höfðu ekki lært áður. Eftir mjög gagnlegan fyrirlestur fórum við og skoðuðum líffæri og var það mjög gagnlegt í beinu framhaldi af fyrirlestrinum. Hjá VD er lögð áhersla á að leita eftir a.m.k. þremur vísbendingum til að staðfesta fang, sem dæmi finna fósturhimnur og fósturæðar ásamt stöðu leghorna, t.d vökva og stærð. Allir sem tóku þátt voru sammála um að þetta hefði verið mjög gagnlegt og kæmi til með að styrkja þá mjög mikið í starfi. Dagur með frjótækni Á öðrum degi námskeiðsins var hópnum skipt upp og slóst helmingur hópsins í för með frjótækni frá VD og fylgdi honum eftir í starfi þann daginn. Baldur Helgi og Þorvaldur Jónsson, frjótæknir hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, voru með frjótækninum Brett Yanz, sem fæddur er í Kanada en fluttist til Danmerkur fimm ára að aldri. Hann hefur verið frjótæknir frá 1988 og býr í Hjørring á Norður- Jótlandi. Á starfssvæði hans eru um 7.000 kýr á tiltölulega litlu svæði sem telst vera „meget kvægtæt“; mikill þéttleiki. Búin sem við heimsóttum voru mjög stór, mörg með á bilinu 4-700 kýr. Minnsta búið var með tæplega 100 kýr. Vegalengdir milli búanna voru stuttar og í eitt skipti voru búin hlið við hlið, þannig að bara þurfti að keyra yfir veginn. Heimsóknirnar þennan daginn voru tólf og rúmlega 110 kýr voru sæddar og fangskoðaðar. Mest sagðist Brett hafa sætt 26 kýr á einum bæ sama daginn. Á velflestum búum voru stígvél til reiðu fyrir þjónustuaðila; frjótækna og dýralækna. Aðstaða til sæðinga var víðast hvar mjög góð. HandyVik pantar og skráir Eitt af því sem mesta athygli vakti í þessari ferð var HandyVik farsímaappið sem VikingDanmark hefur látið útbúa og heldur utan um allar pantanir frá bændum og skráningar á þjónustu frjótækna hjá félaginu. Bændur panta langflestar sæðingar í gegnum þetta app og tekur það við pöntunum til kl. 7.30 á morgnana. Fyrir pantanir sem berast eftir þann tíma þarf að greiða aukalega og berist pantanir eftir kl. 10.30 fara þær yfir á næsta dag. Símatími frjótækna er 15 mínútur á dag. Gerð sæðingaáætlana er mjög útbreidd og þegar bóndi pantar sæðingu birtast þrjár tillögur að nautavali í appinu og velur frjótæknir eina af þeim á viðkomandi kú. Með þessu er handskráningum haldið í algjöru lágmarki og villuhættu þar með. Þá er mögulegt að senda bændum símaskilaboð um væntanlega komutíma frjótæknis, sem er til mikils hagræðis. Einnig er hægt að skrá margvíslegar upplýsingar um búið og aðstöðuna, sem auðveldar til muna Frjótæknar komnir á nýjan stað Þátttakendur á námskeiðinu, ásamt Ágústu Sigurjónsdóttur. Mynd / SBH Baldur Helgi Benjamínsson Andri Már Sigurðsson Klara í Syðri-Hofdölum heilsar upp á kvígur á Klovborg. Mynd: ATB AF VETTVANGI STJÓRNARRÁÐSINS Bandaríska skáldið Earl Nightingale talaði einu sinni um að maður yrði það sem maður hugsaði um. Þó að þetta sé vitanlega mikil einföldun þá er í þessu sannleikskorn. Það skiptir máli hvernig nálgun á verkefni er. Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Fyrir tæpu ári síðan þegar ég settist inn í ráðuneyti landbúnaðar skrifaði ég á blað nokkur verkefni sem ég vildi leggja áherslu á. Unnið er í öllum þessum verkefnum í ráðuneytinu og sum hver farin að bera ávöxt. Bjartviðri fram undan Eitt af því efsta á blaðinu var afkoma sauðfjárbænda. Síðustu ár hefur afkoman verið döpur. Það sem verra er að það hefur verið síversnandi afkoma í umræðunni. Um að staðan sé erfið og horfur dökkar. Skýrsla eftir skýrslu um að eitthvað þurfi að breytast og að bændum fækki. Þessi tónn hvetur ekki til árangurs. Ég tel að nú sé bjart fram undan fyrir íslenskan landbúnað, sauðfjárræktina meðtalda. Þrátt fyrir þær áskoranir sem við blasa vegna afleiðinga heimsfaraldurs og grimmrar innrásar Rússa í Úkraínu. Eitt mitt fyrsta verk í ráðuneytinu var að hlutast til um að fá sérstakt 700 milljóna króna framlag til að aðstoða bændur vegna hækkana á áburðarverði sem áttu sér vart sögulega hliðstæðu síðastliðinn vetur. Þá var ég ekki búin að vera lengi í ráðuneytinu þegar að þær gleðifregnir bárust að hið ómögulega hefði gerst, að kindur hefðu uppgötvast sem báru samsætu sem veitir vörn gegn riðuveiki. Það gefur fyrirheit að unnt sé að vinna lokasigur á 150 ára baráttu við veiru sem hefur valdið ómældu tjóni í sveitum landsins. Drifkraftur þeirra sem börðust fyrir því að leita betur, færði íslenskri sauðfjárrækt þennan sigur. Þá hefur verið gott samstarf milli Matvælastofnunar og sauðfjárbænda um tillögur að reglugerðarbreytingum til þess að auðvelda starfið. Nú er einfaldlega praktískt verkefni fram undan, að koma þessari vörn í sem flest fé á sem hagkvæmastan hátt. Afkoma bænda er háð fleirum en stjórnvöldum Í vor varð ljóst að grípa þurfti til ráðstafana vegna þeirra áhrifa sem stríðið í Úkraínu hafði á matvælamarkaði. Skipaður var þriggja manna spretthópur sem útfærði tillögur á stuttum tíma. Ég gerði tillögur hópsins að mínum, sem voru m.a. þær að 2,5 milljarðar króna yrðu greiddar í sérstakan stuðning til bænda. Þá sagði ég og segi enn að það eru ekki bara stjórnvöld sem bera ábyrgð á afkomu bænda, heldur miklu frekar afurðastöðvar og smásalan. Síðastliðið sumar hækkaði svo afurðaverð til bænda verulega, eða um þriðjung. Þannig er raunverð á afurðum loksins komið upp í það verð sem það var fyrir tæpum áratug – til viðbótar við þann sérstaka stuðning vegna hækkandi aðfanga. Önnur tillaga spretthópsins var að hvetja til hagræðingar í afurðageiranum með breytingu á búvörulögum. Slíkt frumvarp hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda þar sem meginefni þess er að veita tímabundna, skilyrta heimild til tiltekins samstarfs á sviði slátrunar. Markmiðið er þannig að hvetja til hagræðingar sem muni hagnast bændum og neytendum. Ég ætlast til þess að þessi drög fái gagnrýna umræðu þannig að málið sé sem best þegar hin þinglega meðferð hefst. Ég hef hlustað á sjónarmið bænda Óbreytt kerfi þýða óbreytta niðurstöðu. Það kerfi sem sauðfjárræktin býr við, hefur ekki skilað ásættanlegum niðurstöðum. Niðurstaðan hefur núna í rúman hálfan áratug verið döpur afkoma og neikvæð umræða. Við endurskoðun búvörusamninga árið 2019 var ákveðið að fresta niðurtröppun greiðslumarks til 1. janúar 2023. Þess hefur verið farið á leit við mig að ég myndi hlutast til um það að taka upp samninginn á yfirstandandi ári til þess að breyta þeirri niðurstöðu. Því erindi var hafnað. Staðreyndin er sú að staða sauðfjárbænda gagnvart stuðningi almennings við sauðfjárrækt er afar ójöfn. Sá hópur sauðfjárbænda sem mun sjá hag sinn vænkast mest við það að samningurinn haldi gildi sínu er sá hópur sauðfjárbænda sem hefur verstu afkomuna í dag. Þeim ætla ég ekki að gleyma. Það að draga úr vægi greiðslumarks, líkt og bændur sömdu um við stjórnvöld árið 2019 mun jafna stöðu bænda. Bent var á það af búgreinadeild sauðfjárbænda í haust að við þessa breytingu myndu nokkrir tugir milljóna flytjast milli svæða. Það er rétt og hefur legið fyrir frá því að samið var, að því að draga úr vægi greiðslumarks. Ég er tilbúin við endurskoðun búvörusamninga á næsta ári að skoða svæðaskiptingu stuðnings ef að vilji sauðfjárbænda stendur til þess. Árangur til framtíðar Mín sýn er sú að til þess að afkoma bænda vænkist þurfi að koma saman raunverulegar umbætur á stuðningi almennings við sauðfjárrækt. Að hvatar séu til árangurs í loftslagsmálum svo að þeir fjölmörgu bændur sem ná árangri þar fái uppskorið erfiði sitt. Hvatar séu til að auka framleiðni með fjárfestingum. En án fjárfestinga verða ekki framfarir. En það er ekki eingöngu á ábyrgð stjórnvalda að tryggja afkomubatann. Afurðaverð þarf að vera í takti við framleiðslukostnað. Til að svo megi verða þarf framleiðslan að vera í takti við eftirspurn. Það gengur ekki til lengri tíma að byggja hluta af fæðuöryggi landsins á því að ein stétt gefi vinnu sína. Við þurfum að horfa til þess að nýta afurðir betur og þar tel ég að landbúnaðurinn geti lært af sjávarútvegi, sem hefur náð undraverðum árangri í að fullnýta hráefni. Hagræðing í slátrun getur aukið hagkvæmni sem muni vænka hag neytenda og bænda. Ég trúi á íslenskan landbúnað og mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir því að við grípum tækifærin. Höfundur er matvælaráðherra. Svandís Svavarsdóttir. Bjartsýni í sauðfjárrækt

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.