Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Fasteignamiðst 2 StóraHildisey 2x12 Að fjárfesta í fasteign er áfangi sem flestir vilja ná. Að eiga fasteign sem hægt er að kalla sína hvort heldur sem hún sé lítil eða stór. Nú á tímum verðbólgu og óvissu hefur fasteignaverð hækkað mjög og gert fólki erfitt fyrir að fjárfesta í fasteign. Auðvitað leitar fólk, hvað þá ungt fólk, allra leiða til að koma undir sig fótunum og safna að sér fé svo hægt sé að fjárfesta í fasteign en oft festist það í hringiðu leigumarkaðarins og á lítið eftir þegar kemur að mánaðamótum. Til þess að vega upp á móti almenningi og þá sérstaklega ungu fólki í sínum fyrstu kaupum setti ríkið af stað verkefni sem kallast hlutdeildarlán. Með þessum lánum kemur ríkið til móts við kaupendur með eigið fé upp í íbúð, allt að 20% og jafnvel 30%, sértu nógu tekjulágur. Þetta gildir eingöngu fyrir fyrstu fasteign eða fyrstu fasteign sem fjárfest hefur verið í síðastliðin 5 ár. Þetta er frábær kostur sem gefur fólki þann möguleika að eignast sína fyrstu fasteign með eingöngu 5% eigið fé. Einstaklingur eða sambúðarfólk þarf þá bara að taka 75% lán og eiga 5% eigið fé. Þetta á eingöngu við íbúðir sem eru auglýstar undir merkjum hlutdeildarláns sem verktakar hafa byggt með samning við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Einnig þarf verktakinn að vera skráður fyrir lóðinni.Auðvitað er þetta ekki frítt fé og þarf að borga til baka að loknum 10 árum eða við sölu íbúðar bæði óverðtryggt og vaxtalaust. Það væri frábært mál, ef þetta gengi jafnt yfir alla. Að öllu jöfnu er tekið 80-85% lán fyrir fasteignakaupum hér á landi ef fólk nýtir sér ekki hlutdeildarlán sem þýðir að þú þarft að eiga 15-20% eigið fé til að kaupa íbúð. Ef þig langar ekki í íbúð í þéttbýli heldur vilt byggja þér sjálfur úti í sveit eða annars staðar, ýmist því þig langar til þess eða þínar þarfir einfaldlega krefjast þess þá er sagan önnur. Til þess þarft þú að eiga 30% eigið fé á móti 70% láni og hér er ekkert hlutdeildarlán að fara að hjálpa til. Sama á við ef þú hefur hug á að kaupa íbúðarhús i dreifbýli. Hlutdeildarlán gilda eingöngu fyrir þéttbýli því þess er krafist að sú íbúð sé á svæði þar sem stutt er í nauðsynlega þjónustu, almenningssamgöngur og félags- lega blöndun.Ekkert af þessu á við hús lengst úti í sveit. Svo hvert leitum við þá til þess að leiðrétta okkar hlut? Verkefnið brothættar byggðir? Það á ekki við né nokkuð annað. Okkur er gert að skaffa þessi 30% á meðan aðrir þurfa eingöngu að skaffa 5% eigið fé með hjálp frá ríkinu. Það sem höfundi finnst ótrúlegt er að Ásmundur Einar, sjálfur sveitastrákurinn, hafi hleypt þessu úr sínu ráðuneyti á sínum tíma án þess að hugsa til þeirra sem þurfa að hafa enn þá meira fyrir því að koma sér upp íbúðarhúsi en fólk sem býr í þéttbýli. Ætli hann hafi eitthvað lesið yfir þetta? Þetta er hrein og bein mismunun og fær auðvitað ungt fólk til að hugsa málin. Ætli það sé ekki bara betra að flytja í næsta þéttbýliskjarna sem býður upp á slíkar íbúðir frekar en að þurfa að finna 30% eigið fé upp í lítið húsnæði? Ef við reiknum með að fermetrinn kosti 400.000 kr í byggingu íbúðarhúss, segjum lítið 80 fermetra hús, gerir það samtals 32 milljónir. Þá þarft þú að skaffa 9,6 milljónir í eigið fé. 32 milljónir er bara byggingarkostnaður. Bankarnir og aðrar lánastofnanir nota staðlaða iðnaðarreiknivél sem í raun myndi setja húsið í sirka 38-40 milljónir. Þá þarf einnig að skila inn kostnaðaráætlun fyrir því og eiga eigið fé af 38 milljónum sem gerir þá 11,4 milljónir. Við sækjum það bara í annan rassvasann. 5% af 38 milljónum er 1,9 milljónir. Það er töluverður munur á milli 11,4 og 1,9 milljónum. Hús til sveita eru mörg komin til ára sinna og þurfa á töluverðu viðhaldi að halda. Fæst af þeim húsum nálgast þá byggingarstaðla sem við höfum í dag. Viðhald slíkra húsa kostar mikinn pening, oftar en ekki fleiri milljónir, og því væri það oft betri kostur að byggja nýtt hús í stað þess gamla. Ásamt því hefur verið vitundar- vakning hvað varðar ofanflóð og mörg hús til sveita eru ekki heppilega staðsett. Því er vilji til uppgerðar slíkra húsa enn þá verri og söluverð þeirra hrapar stöðugt. Fólk með eða án barna sér það oft ekki sem góðan kost að fara á leigumarkað og hefur ekki marga valkosti. Því hefur fólk í vaxandi mæli verið að sækja í bráðabirgðahúsnæði eins og bílskúra ættingja, gömul illa farin íbúðarhús og stöðuhýsi sem njóta vaxandi vinsælda hér á landi, en fæst þeirra eru stöðluð fyrir íslenskt veðurfar. Við vitum öll að allt sem er til bráðabirgða getur oft ílengst. Á meðan reynir fólk að spara eins og hægt er, en að spara 30% fyrir draumahúsinu eða jafnvel bara litlu íbúðarhúsi getur tekið óratíma. Þessi þróun hefur líka haft áhrif á sölu jarða þar sem ungt fólk veigrar sér við að fjárfesta í jörðum með illa farið íbúðarhúsnæði þar sem kostnaður við uppgerð slíkra húsa er hár og auðvitað þau kjör sem fást til nýbyggingar íbúðarhúsa alveg út úr kortinu. Svo ef fólki tekst að skrapa saman eigið fé í eitt íbúðarhús þá þarf að taka lán. Það er enginn leikur. Sumir bankar einfaldlega neita að lána til nýbygginga íbúðarhúsa í sveitum landsins vegna staðsetningar því þá er endursöluverð ekki nógu gott. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lánar til nýbygginga íbúðarhúsa sama hvar húsið er staðsett en þó ekki fyrr en húsið er orðið fokhelt, þangað til verður fólk að byggja á eigin efnum eða fá brúarlán fram að fokheldu. Auðvitað áttu eitthvað eigið fé til framkvæmda en það dugar varla til. Það má svo taka inn í dæmið eigin vinnu og efni, því meira því betra. Að byggja íbúðarhús er ekki eins og að kaupa íbúð inni í bæ. Það er mun flóknara fjárhagslega og bankarnir geta dregið þig áfram langt fram eftir öllu þar til þú færð annaðhvort grænt eða rautt ljós. Því er mikilvægt að gefa sér góðan tíma áður en til framkvæmda kemur. Ef byggð til sveita á einfaldlega ekki að leggjast af því húsakostur sé ýmist illa farinn eða möguleikar til nýbygginga takmarkaðir, þá þarf að fara að jafna leikvöllinn. Fólk sem sér heldur kosti við það að byggja frekar en annað þarf að fá sambærileg lán sem eru á pari við hlutdeildarlánin til framkvæmda, hvort sem er til uppgerðar eldri íbúðarhúsa eða nýbygginga. Jónas Davíð Jónasson, gjaldkeri Samtaka ungra bænda og formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi. Fasteignir í dreifbýli Jónas Davíð Jónasson frá Hlöðum. LAMBHELDU HLIÐGRINDURNAR KOMNAR Áfram hagstætt verð þrátt fyrir hækkanir á heimsmarkaði Lægsta verð 24.900 auk vsk ef keyptar eru fimm grindur eða fleiri Lamasett og loka aðeins kr. 3.900 settið, auk vsk. Breidd 420 cm. Hæð 110 cm. Möskvastærð 10 x 15 cm. Verðskrá hliðgrindur: 1 stk. kr. 29.900 auk vsk. 2-4 stk. kr. 27.900 auk vsk. 5 stk. eða fleiri 24.900 auk vsk. Upplýsingar og pantanir í síma 669 1336 og 899 1776. Afgreitt á Hvolsvelli og í Sundahöfn án aukakostnaðar. Sent hvert á land sem er. Meira fyrir aurinn Lambheldu hliðg indurn r Þessar hliðgrindur hafa slegið í gegn um land allt. Lambheldar, léttar og auðveldar í uppsetningu. Breidd 4.20 m, hæð 1.10 m. Möskvastærð 10x15. Verð á grind kr. 24.90 stk. auk vsk. Ef keypt eru 2 til 4 stk., verð kr. 22.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 5 eða fleiri, verð kr. 19.900 stk. auk vsk. Til afhendingar á Hvolsvelli eða í Sundahöfn án aukakostnaðar en sent hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 1336. TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu Jarðirnar Stóru-Hildisey 1 og 3 í Rangárþingi eystra. Myndarlegur húsakostur bæði íbúðarhús og útihús. Nútímafjós með mjaltarþjóni og vélrænni fóðurgjöf. Miklir stækkunarmöguleikar bæði í ræktunn og húsum. Landstærð tæpir 300ha. þar af 110 ha. í ræktunn í dag. Framleiðsluréttur í mjólk ca. 440.000 l. Jörðinn selst með bústofni og vélum til búsins Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550 3000 eða 892 6000 Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.