Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 FRÉTTIR Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti – Nýsköpunarfyrirtækið HorseDay lýkur 100 milljón króna hlutafjáraukningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt sem viðkemur hestamennsku og íslenska hestinum. Það var stofnað árið 2020 en nýlega lauk fyrirtækið við hlutafjáraukningu upp á 100 milljónir og ætlar að nota fjármunina til að setja enn meiri kraft í vöruþróun og útbreiðslu á smáforritinu. Um 800 manns nota forritið vikulega í dag, en áætlað er að um 300 þúsund manna hestasamfélag sé í kringum íslenska hestinn víðs vegar um heiminn. Með auknu hlutafé verður nú lögð áhersla á að ná til hestamanna sem eiga íslenska hestinn, hér á Íslandi og erlendis, og í framhaldinu verður þróun smáforritsins fyrir önnur hestakyn skoðuð. Nýsköpunarsjóður leiddi hlutafjárútboðið með þátttöku nokkurra einkafjárfesta. Auðveldar marga þætti hestamennskunnar Forritið er sérsniðið að þörfum hestafólks og býður upp á fjölbreytta möguleika sem auðveldar fólki utanumhald og markmiðssetningu varðandi þjálfun, umhirðu og ýmislegt annað varðandi hestahaldið. Hjá HorseDay starfa sex starfsmenn en nú liggur fyrir að þeim mun fjölga á næstunni. Meðal annarra möguleika sem forritið býður upp á er betri yfirsýn yfir þjálfun, greiningu gangtegunda með aðstoð tauganets og möguleikum snjallsímans. Þá getur notandinn einnig leitað í gagnagrunni WorldFengs, byggt upp „prófíla“ söluhesta og tengst öðrum notendum með samskiptamöguleikum. Hrossarækt í Ölfusi Fyrirtækið var stofnað árið 2020 af Oddi Ólafssyni, sem er framkvæmdastjóri, Mörtu Rut Ólafsdóttur og Ólafi H. Einarssyni, sem hafa reynslu bæði af þróun og uppbyggingu hugbúnaðar og eru hestafólk. Oddur er alinn upp á Hvoli í Ölfusi. „Þar ráku foreldrar mínir hestabú í allt að 30 ár en ég stundaði hestamennsku af miklum krafti fram til 18 ára aldurs. Á því tímabili var ég virkur í öllu sem tengdist því að rækta, temja og þjálfa hross. Var virkur á keppnisbrautinni og var þar í fremstu röð í keppni allt upp í ungmennaflokk. Í kringum 18 ára aldurinn flutti ég svo til Bandaríkjanna til að spila körfubolta og mennta mig á framhalds- og háskólastigi. Ég er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í stjórnun frá EADA viðskiptaháskólanum í Barcelona. Ég starfaði sem vörustjóri hjá Íslandsbanka þar sem ég hafði umsjón með stafrænni þróun áður en ég færði mig alveg yfir í HorseDay í lok árs 2021,“ segir hann. Oddur segir að hugmyndin að smáforritinu hafi fæðist í hesthúsi, út frá eigin upplifun á hestahaldinu. „Okkur hefur lengi fundist vöntun á tóli sem heldur utan um, geymir og miðlar gögnum um þjálfun og umhirðu hrossa. Við eigum mikið af gögnum um ræktun, mótaárangur, dómasögur og annað sem geymdar eru í WorldFeng en lítið sem ekkert um þjálfun, hvernig tamning og þjálfun hefur áhrif á hross. Það er ákveðið gat í gagnasöfnun á æviskeiði hestsins og hingað til höfum við ekki haft tækin og tól til þess að geta safnað þessum gögnum saman á skipulagðan hátt þannig að mögulegt sé að rýna í þau, setja fram á skilmerkilegan hátt og geyma notandanum til gagns og gamans. Það breytist með HorseDay, sem er hannað af hestafólki, fyrir hestafólk með það í huga að bæta upplifun þess á að stunda hestamennsku, stuðla að aukinni velferð hestsins og á sama tíma auka virði hans.“ /smh Matvælaþing: Samvinna möguleg Á Matvælaþingi matvæla- ráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesarinn Pete Ritchie frá samtökunum Nourish Scotland erindi um matvælaframleiðslu Skota og svaraði spurningum gesta um samanburð og mögulega samvinnu Skota og Íslendinga til framtíðar í matvælaframleiðslu. Telur hann möguleikana einkum felast í þróun kornræktar til manneldis. Dagskrá þingsins hófst með því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drögin en að svo búnu var Pete Ritchie, framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland, boðinn velkominn á svið til að varpa ljósi á matvælaframleiðslu Skota – og bera saman við þá íslensku. Markmið samtakanna Nourish Scotland er að tryggja aðgang allra að næringarríkum mat á viðráðanlegu verði. Einnig að framleiðsla og dreifing matvæla sé unnin af umhyggju fyrir jarðvegi, loftslagi og lífríkinu og að matvælaframleiðendur, dreifingaraðilar og neytendur deili yfirráðum yfir matvælakerfinu. Samtökin leggja áherslu á að Skotar rækti meira af því sem þeir borða, og borði meira af því sem þeir rækta. Áherslur á sauðfjár- og nautgriparækt Í máli Ritchie kom fram að Skotar, líkt og Íslendingar, leggja talsverða áherslu á sauðfjár- og nautgriparækt. En öfugt við Íslendinga stunda þeir einnig öfluga kornrækt – aðallega til að standa straum af víðfrægri viskíframleiðslu sinni. Aðeins 15 prósent Skotlands er hins vegar ræktanlegt landbúnaðarland. Stöðug mjólkurframleiðsla hefur verið í Skotlandi á undanförnum árum, en sauðfé fækkar þar eins og á Íslandi. Kjúklingaeldi og svínarækt er í austurhlutanum – en sú framleiðsla stendur engan veginn undir neyslu Skota á þessum matvörum. Kjúklingaeldi hefur dregist saman en svínarækt aukist. Eggjaframleiðsla er um allt Skotland. Þá eru Skotar fiskveiðiþjóð, auk þess sem fiskeldi er þar vaxandi atvinnugrein. Skotar fjarri fæðuöryggi Helstu áskoranir Skota varðandi matvæli og matvælaframleiðslu, eru að mati Ritchie almennt slæmt mataræði þjóðarinnar – sem stafi af ódýrari, óhollum matvælum á matvælamarkaði – og sú staðreynd að þjóðin er fjarri því að búa við fæðuöryggi. Þá hafi jarðnæði í Skotlandi safnast á æ færri hendur, en verið sé að vinna í því að snúa þeirri þróun við og liðka fyrir nýliðun í landbúnaði. Það sé í raun liður í nýrri landbúnaðarstefnu Skota, þar sem uppleggið er að auðvelda skoskum bændum að auka innlendan hlut í fæðuframboðinu. Ritchie fékk allnokkrar spurningar frá gestum þingsins, sem snertu samanburð og mögulega samvinnu Skota og Íslendinga til framtíðar í matvælaframleiðslu. Hann telur að Íslendingar og Skotar eigi samleið í ýmsum málefnum. Sérstaklega nefndi hann mögulega samlegð þjóðanna í þróun kornræktar til manneldis. Þar sem Íslendingar búa yfir talsverðu landsvæði til akuryrkju og Skotar eiga öfluga frumkvöðla á sviði kornræktar, mætti hugsa sér samvinnu á þeim grunni. Hægt væri að setja upp tilrauna- reiti og skala upp – þar sem hentug kornyrki yrðu þróuð til að þola kalt og blautt loftslag beggja landa. Ósjálfbærni sjókvíaeldis Þá mælti hann gegn laxeldi í sjókvíum fyrir bæði lönd – vegna þess að slíkt geti seint talist vera sjálfbær eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla – og frekar með landeldi þar sem möguleikar væru til dæmis á endurnýtingu dýrmætra næringarefna frá eldinu. /smh Pete Ritchie frá Nourish Scotland flytur erindi á Matvælaþinginu. Mynd / Gunnar Vigfússon Oddur handsalar samstarfssamning við Hólmfríði Sveinsdóttur, rektor Háskólans á Hólum, um notkun á forritinu við hestafræðideild skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.