Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022
IS-Hurðir
3x9
lausnir við mjólkurfóðrun lamba fyrir
sauðfjárbændur sem taka lömb undan,
t.d. vegna mjólkurframleiðslu, eða
vegna fjölda heimalninga. Hver sem
skýring er á því að mörg lömb þurfa
á sérstakri mjólkurfóðrun að halda
þá eru í það minnsta komnar margs
konar lambafóstrur á markaðinn en
þær eiga það sameiginlegt að halda
mjólkinni ferskri og heitri á hverjum
tíma, svo lömbin geti fengið sér sopa
þegar þau vilja!
Undanfarin ár hefur orðið
töluverð þróun á lambafóstrum
og á sýningunni voru margar
ólíkar útgáfur í boði frá ýmsum
framleiðendum.
Sjálfvirkni við sauðfjárrag
Það er meira en mjólkurfóðrun
lamba sem í dag er hægt að
sjálfvirknivæða á sauðfjárbúum og
má þar t.d. nefna færibandagarða,
þ.e. garða sem er með færiband
í botninum sem þá færir fóðrið
sjálfkrafa eftir garðanum og því þarf
ekki að ganga með fóðrið í fanginu
eftir garðanum. En það eru einnig til
alls konar hjálpartæki og -tól fyrir
sauðfjárrag.
Fyrirtækið Te Pari kynnti m.a.
á sýningunni nánast alsjálfvirkan
búnað við flokkun og almenna
vinnu við fé. Búnaðurinn les
sjálfkrafa af eyrnamerki, heftir lömb
eða ær sjálfkrafa í þar til gerðum
búnaði svo unnt sé í ró og næði
að t.d. holdastiga, ómmæla, snyrta
klaufir eða hvað það nú er sem til
stendur að gera. Eftir að búið er að
gera það sem á að gera við ána eða
lambið sér búnaðurinn sjálfkrafa um
það að senda viðkomandi grip að
flokkunarhliði sem getur sent hann
í þrjá mismunandi hópa. Áhugavert
tæki fyrir margar sakir!
Fjarstýrð hænsnakofaopnun
Þó svo að sýningin sé gríðarlega
sterk þegar kemur að alifugla- og
svínarækt þá verður greinarhöfundur
að viðurkenna að fagþekking
hans er of lítil á þessum sviðum
landbúnaðar til þess að geta fjallað
um nýjungar þar af einhverju viti.
Hins vegar þegar kemur að
hænsnarækt í smáum stíl er staðan
önnur og var gaman að sjá að þrátt
fyrir hina miklu fagmennsku sem
ræður ríkjum í alifuglaræktinni á
sýningunni þá var líka pláss fyrir
áhugamannadeildina, þ.e. fyrir þá
sem eru með frá nokkrum hænum
og upp í nokkra tugi.
Af mörgum skemmtilegum
lausnum var þessi hér valin, en
um er að ræða sjálfvirka opnun
hænsnakofa svo eigendurnir geti
hleypt hænunum út að morgni án
þess að þurfa sjálfir að mæta á
staðinn.
Með Chickenguard getur
hænsnaeigandinn fjarstýrt því
hvenær kofinn er opinn eða
lokaður.
Undanfarin ár hefur orðið töluverð þróun á lambafóstrum og á sýningunni
voru margar ólíkar útgáfur í boði frá ýmsum framleiðendum.
Sjálfvirki búnaðurinn frá Te Pari er einstaklega hraðvirkur og getur numið
eyrnamerki á sekúndubroti.
Með Chickenguard getur
hænsnaeigandinn fjarstýrt því
hvenær kofinn er opinn eða lokaður.
25%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
15-42%
kynningar-
afsláttur
Íslensk framleiðsla
á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum
564-0013 | 865-1237