Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Fjörið í Skagafirði Út er komin bókin Skagfirskar skemmtisögur 6 – Fjörið heldur áfram! Þetta er sjötta útgáfan á safni skemmtisagna úr Skagafirði sem Björn Jóhann Björnsson blaðamaður tók saman. Fyrstu fimm bækurnar komu út á árunum 2011- 2016. Bókaútgáfan Hólar gefur út, líkt og áður. Sjötta bókin hefur að geyma yfir 200 gamansögur, úr nútíð og fortíð, en alls hafa komist á prent um 1.300 sögur og gamanvísur. Að þes su s inni bregður fyrir gamalkunnum sem nýjum sögupersónum. Fyrstan skal nefna kaupmanninn Bjarna Har, heiðursborgara Skagafjarðar, sem féll frá í byrjun þessa árs, á 92. aldursári. Um Bjarna hafa verið sagðar margar skemmtilegar sögur og hér bætast við nokkrar í viðbót, m.a. saga af því þegar hann kom þýskum ferðamönnum í opna skjöldu og útvegaði þeim umbeðnar postulínskúlur úr raflínustaurum. Þeir áttu ekki von á að kaupmaðurinn ætti slíkan varning, enda vildu Þjóðverjarnir aðeins láta reyna á þá umsögn um verslun Bjarna Har að þar fengist allt milli himins og jarðar. Þá eru í bókinni nokkrar sögur af sr. Baldri Vilhelmssyni, sem þjónaði í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp til fjölda ára. Margar snjallar sögur hafa verið ritaðar og sagðar um Baldur en færri vita að hann var borinn og barnfæddur Hofsósingur. Fleiri kunnir kappar koma við sögu, eins og Ýtu-Keli, Dúddi á Skörðugili, Hvati á Stöðinni, Halli í Enni og fleiri og fleiri. Lokakafli bókarinnar er með sögum af Sigurði Jónssyni, kennara á Sauðárkróki, sem flestar eru sagðar af honum sjálfur. Grátbroslegar sögur, eins og þegar hann gekk í flasið á meðlimum Rolling Stones er þeir voru á tónleikaferð í Skotlandi, og gat hann fundið af þeim rakspírailminn! Skagfirskar skemmtisögur 6 fást í bókabúðum og stórmörkuðum um land allt, en hægt að leggja inn pantanir hjá Bókaútgáfunni Hólum. Hráefnisskortur í framleiðslu jóladagatala Lionsklúbburinn Freyr tilkynnti í vikunni að ekkert verði af árlegri sölu jóladagatala klúbbsins. Jóladagatölin, þekkt með Tanna og Túpu, sem innihalda súkkulaðimola og tannkremstúpu, hafa verið öflug fjáröflunarleið margra Lions- klúbba víða um land. Í tilkynn- ingu frá Lions- klúbbnum Frey er ástæðan hráefnisskortur hjá fram- leiðanda. „ L i o n s - k l ú b b u r i n n Freyr hóf innflutning á þessum jóladagatölum fyrir rúmum fimmtíu árum, fyrst í smáum stíl, en vinsældir þeirra reyndust slíkar að segja má að þau hafi um tíma verið á næstum hverju heimili á landinu og þá með þátttöku annarra klúbba. F já rö f lun þessi, sem öll rennur til l í k n a r m á l a , gerði Lions- k l ú b b n u m Frey kleift að styðja við og styrkja starf f jö ldamargra l íknar fé laga , einkum þeirra þar sem hjálpar við tækjakaup var þörf. Sem dæmi má nefna ýmsar deildir Landspítalans, þjónustuíbúðir DAS, Styrktar- félag vangefinna, Gigtar félagið, björgunarsveitir auk tuga annarra,“ segir í tilkynningunni. /ghp VIÐ YFIRFÆRUM EFNIÐ Á STAFRÆNT FORM • Á DVD DISKA • MINNISLYKLA • STÆRRI MINNISDRIF FULLKOMINN TÆKJABÚNAÐUR MUNU GLATAST! MINNINGAR ÞÍNAR SPÓLUR ERU AÐ NÁLGAST ÞAÐ SÍÐASTA Trönuhraun 1, 220 Hafnarfirði. Sími 534 0400 myndform@myndform.is Loftpressur Skrúfupressur, Stimpilpressur Áratuga reynsla í viðgerðum og uppsetningum á loftpressum Smiðshöfða 12. 110 Reykjavík Sími 5868000 www.roggi.is verslun@roggi.is Þjónusta við Iðnaðinn Varahlu�r í Bobcat Ísland Zetor Major CL80 Verð 8.480.000.- + vsk Til afhendingar strax! facebook.com/zetorisland 75 hestafla sparneytinn Deutz mótor Cat 2 opnir beislisendar og lyftukrókur ALÖ ZL36 ámoksturstæki með dempun 2 vökvasneiðar og retur - 1 með floti Stýri með aðdrætti og hallastyllingu Uppfyllir stage V mengunarstaðla 256 kg þyngingar í afturfelgum Dekk 360/70R20 og 420/70R30 12/12 gírkassi með vendigír 2 hraða aflúrtak 540/1000 Vökva- og loftvagnbremsur Flott hús með loftfjaðrandi sæti ökumanns Farþegasæti • 6 vinnuljós • Loftkæling • Sótsía Heyrið í sölumönnum okkar Jóhannes 822-8636 / johannes@lci.is Jón Stefán 822-8616 / jonstefan@lci.is LCI Lely Center Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.